![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
1. Norræn samsemd í hnattvæddum heimi |
1. NorrÆn samsemd í hnattvÆddum heimiHvers vegna er talað um Norðurlönd? Er til eitthvað sem kalla má norræna vitund? Ef norræn vitund er til og við viljum rækta norrænt samstarf, til hvaða ráða eigum viðþá að grípa? Þetta eru dæmi um spurningar sem við teljum æskilegt að verði ræddar. Norðurlönd eiga margt sameiginlegt og í aldanna rás hafa norræn samfélög þróast á þann veg að þau eru lík innbyrðis og á margan hátt ólík öðrum löndum í Evrópu og í heiminum. Stundum er talað um sérstaka norræna samfélagsgerð eða „norræna módelið“. Sameiginleg saga, málsamfélag og sameiginleg menningararfleifð eru aðrir mikilvægir þættir sem norræn samsemd og norræn vitund byggjast á. Formlegt samstarf norrænu landanna byggist á Helsingfors-sáttmálanum og ýmsum stofnunum sem settar hafa verið á laggirnar til að sinna samstarfinu. Í úttekt sem gerð var í lok ný- liðinnar aldar kom fram að Norðurlandabúar voru jákvæðir í garð norræns samstarfs og vildu helst að nánara samstarf yrði haft, bæði hvað varðar innri málefni Norðurlanda en einnig í samskiptum við aðra heimshluta. Það er því ljóst að norræn samvinna á sér djúpar rætur meðal almennings. Forsendur norrænnar samsemdar og norræns samstarfs eru allt aðrar nú en þegar formlegt samstarf landanna hófst með stofnun Norðurlandaráð s árið 1952. Aukin hnattvæðing hefur haft veruleg áhrif á lífsstíl fólks, menningu og almennt atferli. Hnattvæðingin hefur í för með sér nánara samband milli landa og þjóða. Ástæðurnar eru meðal annars ört vaxandi alþjóðleg verslun, samrunaferlið í Evrópu, miklar tækniframfarir – ekki síst á sviði fjarskiptatækni, svo og aukin ferðalög fólks milli landa, bæði af fúsum og frjálsum vilja og af nauð. Þessi þróun er ekki einsdæmi á á Norðurlöndum, heldur er hún dæmigerð fyrir alla heimsbyggðina. Þegar athyglinni er beint að norrænni ímynd og vitund skapast grundvöllur fyrir umræður um þær breytingar sem eru að verða á forsendum og möguleikum norrænu velferðarríkjanna og norræns samstarfs. Hvernig hefur norrænt samstarf þróast? Hvað er átt við með „norræna módelinu“? Hver er staða norrænu tungumálanna? Hvernig er þátttöku Norðurlanda í alþjóðasamstarfi háttað?
Hin norræna samfélagsgerð Samfélagsgerðin er eitt af því sem endurspeglar best sameiginlegt gildismat fólks á Norðurlöndum. Almennt nær hugtakið „norræna módelið“ yfir þá samfélags- og stjórnskipan sem mótast hefur á Norðurlöndum undanfarin 100 ár. Helstu einkenni stjórnskipaninnar eru:
Oft er hugtakið „norræna samfélagsgerðin“ notað um samfélagsgerð velferðarríkisins þar sem grundvallarreglan er sú að allir borgarar, óháð félagslegri stöðu, eiga rétt á þeirri þjónustu sem velferðarríkið veitir. Þjónustan er að mestu leyti fjármögnuð með sköttum og í öllum norrænu ríkjunum er opinberi geirinn stór í samanburði við önnur Evrópulönd. Á Norðurlöndum er þátttaka kvenna í atvinnulífinu mikil – u.þ.b. átta af hverjum tíu konum á Norðurlöndum eru starfandi á vinnumarkaði. Öflugar verkalýðshreyfingar eru oft sagðar skýra þessa þróun velferðarsamfélagsins á Norðurlöndum en jafnframt hafa stærstu stjórnmálaflokkarnir verið sammála um mikilvægar pólitískar umbætur. Ljóst er að á næstu áratugum verða miklar breytingar á aldurssamsetningu á Norðurlöndum og í stórum hluta Evrópu. Þær breytingar munu leiða til þess að hlutfall fólks sem er á vinnumarkaði lækkar. Með tilliti til þess telja margir að sjálfur grundvöllur norrænu velferðarríkjanna sé í hættu. Eftir því sem færri starfa á vinnumarkaði minnka skattgreiðslur og þeim fækkar sem geta annast eldri borgara og sjúka og veitt vinnandi fólki nauðsynlega þjónustu, til dæmis á dagvistarstofnunum. Ýmsar hugmyndir eru reifaðar um hvernig leysa megi þessi vandamál. Í fyrsta lagi er hægt að nµta vinnuafl á skilvirkari hátt. Í öðru lagi má hugsa sér að lengja vinnutíma. Þá er bæði átt við fjölda vinnustunda á viku en einnig að færa eftirlaunaaldurinn til. Í þriðja lagi má hugsa sér aðgerðir til að auka innflutning vinnuafls. Ef til vill þarf að nota allar þessar hugmyndir til að viðhalda því samfélagi sem við búum við í dag. Áhrif framandi menningar á Norðurlöndum Sem áður segir hefur hnattvæðingin haft í för með sér aukin samskipti milli landa og þjóða. Við verðum fyrir áhrifum þegar við ferðumst til annarra landa sem ferðamenn eða vegna starfa okkar, en jafnframt kemur fólk til Norðurlanda frá öllum heimshlutum og hefur áhrif á okkur. Síðastliðin 10-15 ár hafa Norðurlönd ekki farið varhluta af auknum innflutningi fólks þó í mismunandi mæli sé. Mikill munur er á stefnu norrænu ríkjanna í málefnum innflytjenda og aðlögun þeirra að samfélaginu, þó að alls staðar sé þörf á auknu vinnuafli. Þessari þörf hefur meðal annars verið mætt meðþví að laða að inn- flytjendur. Hreinn aðflutningur, og er þar átt við muninn á fjölda aðfluttra og brottfluttra, er nú sá þáttur sem hefur mest áhrif á fólksfjölgunina á Norðurlöndum. Verulega dró úr náttúrulegri fólksfjölgun, sem í grófum dráttum felst í fjölda fæddra umfram fjölda látinna, á síðasta áratug 20. aldarinnar. Við lesum á mismunandi hátt úr tölfræðilegum upplýsingum um innflytjendur eftir því hvað við viljum mæla. Ætlum við að mæla hversu margir útlendingar flytja til Norðurlanda? Viljum við sjá hve margir innflytjendur koma frá þróunarlöndunum? Leitum við svara við einhverjum allt öðrum spurningum? Ef við viljum sjá hversu margir útlendingar dvelja á Norðurlöndum verður málið strax flóknara. Hvað meðþá sem fengið hafa norrænt ríkisfang, eru þeir líka útlendingar? Ef þeir eru útlendingar, teljast þá börnin þeirra útlending ar eða innflytjendur? Í hversu margar kynslóðir eru innflytjendur útlendingar? Eina, tvær, þrjár? Svarið við spurningunni um fjölda útlendinga fer að miklu leyti eftir því hverjir eru skilgreindir sem útlendingar. Ef við gefum okkur að allir þeir sem hafa ekki norrænt ríkisfang teljist vera útlendingar verður niðurstaðan þessi: Útlendingarnir eru fæstir í Finnlandi. Þar eru u.þ.b. 2,0 prósent íbúa ekki finnskir ríkisborgarar. Útlendingar eru flestir í Svíþjóð, þar eru 5,3 prósent íbúa ekki með sænskt ríkisfang. Næstflestir eru útlendingar í Danmörku þar sem 4,9 prósent íbúa eru ekki danskir ríkisborgarar. Fjölda brottfluttra frá Norðurlöndum hefur fjölgað á síðustu árum en þegar á heildina er litið hafa fleiri flutt til Norðurlanda en frá þeim. U.þ.b. 35 prósent þeirra sem flytja frá einu Norðurlandanna flytja til annars norræns lands. Mynd 1. Norrænt málsamfélag – hugsjón eða raunveruleiki Er til norrænt málsamfélag? Er norrænt málsamfélag þáttur í norrænni samsemd? Ef svo er, hversu mikilvægur þáttur er það? Er enskan að ná yfirhöndinni? Norrænt málsamfélag á Norðurlöndum er mjög sérstakt fyrirbrigði. Í því felst að þeir sem kunna eitt þriggja tungumála, dönsku, norsku eða sænsku, geti einnig skilið hin tvö. Þannig geta meira en þrír fjórðu hlutar Norðurlandabúa í raun talað móðurmál sitt þegar þeir eru samvistum við aðra úr þessum hópi og vænst þess að allir skilji það sem þeir segja. Raunveruleikinn stangast þó oft á við hugsjónina. Margt þarf að hafa í huga þegar talað er um gagnkvæman málskilning innan Norðurlanda. Nærri fjórðungur Norðurlandabúa á sér annað móðurmál en dönsku, norsku eða sænsku. Þótt sænska sé opinbert tungumál í Finnlandi skilja margir Finnar ekki sænsku og þeir eiga enn erfiðara með að skilja dönsku og norsku. Í rannsókn sem gerð var á málskilningi á norrænum fundum sögðust ekki nema fimm prósent aðspurðra Finna skilja talaða dönsku vel, 84 prósent sögðust skilja dönskuna illa. Mynd 2. Flestir Færeyingar, Grænlendingar og Íslendingar læra dönsku en það þýðir ekki aðþeir skilji sjálfkrafa einnig norsku og sænsku. Þó danska sé kennd í skólum á Íslandi eiga margir Íslendingar erfitt með að skilja talaða dönsku. Danir, Norðmenn og Svíar geta átt erfitt með að skilja mállµskur á öðru tungumáli en móðurmáli sínu. Norræni menningarsjóðurinn hóf á árinu 2001 rannsóknarverkefni um gagnkvæman málskilning Dana, Norðmanna og Svía á aldrinum 16-19 ára. Fyrstu niðurstöður benda til að Norðmenn eigi yfirleitt auðveldast með að skilja tungumál nágrannanna en Dönum veitist það erfiðast. Norðmenn skilja betur talaða sænsku en talaða dönsku og Svíar skilja norsku betur en dönsku. Það bendir til þess að töluð danska sé það mál sem flestir á Norðurlöndum eiga erfitt með að skilja. Fyrst við eigum svona erfitt með að skilja hvert annað á Norðurlöndum, hvers vegna tölum við ekki bara ensku? Af hverju þurfum við yfirleitt að reyna að skilja „skandinavísku“? Þegar Norðurlandabúar tala saman gefast þeir stundum upp og grípa til enskunnar. Mynd 3. Mynd 4.
Sú spurning vaknar hvort norrænu málsamfélagi standi í raun ógn af enskunni. Verður hægt að tala dönsku, norsku eða sænsku á Norðurlöndum í framtíðinni og gera ráð fyrir að aðrir skilji mann? Norðurlönd og alþjóðlegt samstarf Norrænu ríkin hafa kosið að haga samstarfi sínu við önnur lönd með mismunandi hætti. Þetta á við um stjórnmál, efnahagsmál og öryggismál. Ástæður þessa eru jafnt sögulegar sem landfræð ilegar og pólitískar. Í framtíðinni munu pólitískar áherslur í norrænu samstarfi og sérstaklega samstarfið við löndin við Eystrasalt markast af stækkun ESB árið 2004 þegar Eystrasaltsríkin þrjú og Pólland gerðust aðilar að ESB. Tengsl Norðurlanda við Evrópusambandið (ESB) eru ólík. Danir, Finnar og Svíar eiga aðild að ESB en bæði Íslendingar og Norðmenn hafa kosið að tengjast innri markaði ESB með EES- samningnum. Færeyjar og Grænland standa utan Evrópusambandsins, en hafa með sérstökum samningum aðgang að mörkuðum ESB og ákveðnum áætlunum. Álandseyjar eru aðilar að Evrópusambandinu en í sérstakri bókun með samningi Finnlands við ESB er kveðið á um sérstöð u eyjanna. Álandseyjar eru til dæmis ekki með í evrópska tollabandalaginu. Á sviði öryggismála er einnig mikill munur á þátttöku landanna í alþjóðlegu samstarfi. Danmörk, Noregur og Ísland eru aðilar að NATO en bæði Svíþjóð og Finnland standa utan hernaðarbandalaga. Síðastnefndu löndin tvö taka þó fullan þátt í samstarfi ESB um friðargæslu. Vegna fyrirvara Danmerkur um varnarsamstarf innan ESB standa Danir utan varnarsamstarfsins. Samkvæmt alþjóðlegum samningum og sáttmálum eru Álandseyjar herlaust og hlutlaust svæði. Þrátt fyrir mismunandi stöðu í öryggismálasamstarfinu eru norrænu ríkin þó oft sammála um stefnuna í öryggis- og utanríkismálum. ESB stækkaði 1. maí 2004 og eiga nú 25 ríki aðild að sambandinu. Þessi 25 ríki eru merkt með gulum lit. Ríki, sem sótt hafa um aðild, eru merkt með dökkgráu. Gert er ráð fyrir að Rúmenía og Búlgaría fái aðild að ESB árið 2007. © European Community, 2004 Á Norðurlöndum er áhersla lögð á alþjóðlegt samstarf, ekki síst varðandi aðstoð viðþróunarlöndin, fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við neyðarástandi víðs vegar í heiminum. Á þessum sviðum hafa löndin með sér öflugt óformlegt samstarf. Þegar litið er á lista yfir framlög þjóða til þróunarlanda eru Norðurlönd oftast ofarlega. Norrænu ríkin hafa ákveðið að hafa samstarf um þróunaraðstoð í Afríku. Sambía er fyrsta landið í Afríku þar sem norrænu löndin munu samræma aðstoðina og stjórna Danir því verkefni. Formlegt norrænt samstarf Umræðan um náið pólitískt samstarf Norðurlanda hófst fyrir alvöru eftir seinni heimsstyrjöldina. Með stofnun Norðurlandaráðs árið 1952 hófst formlegt samstarf norrænna þingmanna. Árið 1962 undirrituðu Norðurlönd Helsingfors-sáttmálann sem er grundvöllur samstarfsins. Árið 1971 var Norræna ráðherranefndin sett á stofn sem formlegur vettvangur samstarfs ríkisstjórnanna. Á fyrstu árum hins formlega samstarfs komu norrænir stjórnmálamenn á ýmsum umbótum sem mörkuðu tímamót. Þar má nefna að vegabréfaeftirlit á norrænum landamærum var afnumið árið 1954, stofnaður var sameiginlegur norrænn vinnumarkaður árið 1954 og 1981 var gerður samningur um að Norðurlandabúar hefðu sama rétt til félagslegrar aðstoðar og almannatrygginga og borgarar þess norræna lands sem þeir störfuðu eða dvöldu í. Undanfarin ár hafa einnig verið gerðir samningar á fleiri sviðum, til dæmis varðandi lífeyrisog skattamál. Árið 1992 var undirritaður samningur um að allir Norðurlandabúar hafi jafnan rétt til námsvistar í framhaldsskólum í löndunum fimm. Norrænt samstarf tekur til margra mismunandi sviða. Árangur hefur einnig náðst á sviðum þar sem ekki hafa verið gerðir formlegir samningar. Dæmi um það er sameiginlegt umhverfismerki Norðurlanda, svanurinn. Síðastliðin ár hefur verið lögð áhersla á umhverfismál og sjálfbæra þróun, málefni innflytjenda, afnám landamærahindrana milli norrænu ríkjanna, tækniþróun og norrænar rannsóknir. Norrænt samstarf fjármagnar um það bil 30 stofnanir. Þær sinna verkefnum sem er bæði hagkvæmara og ódýrara að framkvæma á norrænum vettvangi en að hvert land geri það fyrir sig. Til dæmis varðveitir og skráir Norræni genabankinn hina fjölbreyttu erfðavísa norrænnar flóru. Auk þess styrkir norræna samstarfiðum það bil 1500 misstór verkefni og er sérstök áhersla lögð á málaflokkana umhverfismál, menntun og rannsóknir. Samstarf Norðurlanda við nágrannalöndin og ýmis samtök sem starfandi eru í Norður- Evrópu hefur aukist til muna undanfarin ár. Mikill hluti starfseminnar beinist að löndum við Eystrasalt, Norðvestur-Rússlandi, norðurskautssvæð inu og Evrópusambandinu. Samstarf þingmanna innan Norðurlandaráðs og samstarf ríkisstjórna í Norrænu ráðherranefndinni áalþjóðlegum vettvangi.
© Informasjonsavdelingen, Nordisk Råd & Nordisk Ministerråd, København 2004 |