Formáli

Á vettvangi norræns samstarfs fara fram umræð ur um það hvernig Norðurlönd sem heild, þar með talið Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin, eigi að bregðast við þeim breytingum sem eiga sér stað í Evrópu.

Evrópukortið hefur tekið breytingum. Breytingarnar hófust strax eftir fall Berlínarmúrsins árið 1989 og hrun Sovétríkjanna sem fylgdi í kjölfarið. það hefur tekið sinn tíma fyrir Evrópu að laga sig að nµjum aðstæðum.Árið 2004 fengu tíu lönd, af þeim þrettán löndum sem sóttu um, aðild að Evrópusambandinu (ESB). Pólitískar aðstæður í Evrópu hafa breyst og stórveldið Rússland er nú orðið nágranni Evrópusambandsins.

Líkur á nánari tengslum Evrópuríkja hafa hrundið af stað umræðum um nµja evrópska vitund eða samkennd, bæði hjá fylgjendum og andstæðingum ESB.

Við verðum að taka afstöðu til alls þessa. Hvaða þµðingu hafa breytingarnar í heiminum og þá sérstaklega í Evrópu, fyrir Norðurlönd og norrænt samstarf ? Hvernig geta áherslur í norrænu samstarfi haft áhrif á framvindu mála á evrópskum vettvangi? Er til norræn samsemd? Ef svo er, er hún þá samrµmanleg evrópskri samsemd sem ef til vill er að verða til?

Bók þessari er ætlað að skapa grundvöll fyrir umræður meðal nemenda í framhaldsskólum um stöðu Norðurlanda og norrænt samstarf í breyttu pólitísku umhverfi í Evrópu.

Formlegt samstarf Norðurlanda hefur verið við lµði í liðlega fimmtíu ár. Sem dæmi um árangur af samstarfinu má nefna sameiginlegan norrænan vinnumarkað, vegabréfasamning og samninga um félagsmál þar sem markmiðið er að tryggja norrænum borgurum sem dvelja í öðru norrænu landi sömu réttindi og þeir njóta í heimalandi sínu. Umhverfisvernd hefur einnig verið og er enn eitt af helstu áherslumálunum í norrænu samstarfi. Til dæmis hefur umhverfismerkið „græni svanurinn“ verið til frá árinu 1989. Neytendur geta treyst á það að vörur sem merktar eru með græna svaninum séu umhverfisvænar. Norrænt samstarf er jafnframt rammi um skoðanaskipti og miðlun reynslu á flestum sviðum samfélagsins.

Útgáfa bókarinnar „Norðurlönd hafa µmislegt fram að færa“ felur í senn í sér spurningu og ósk um að sameiginlegt gildismat í velferðarmálum og málum sem snerta félagslegt öryggi og jafnrétti sem Norðurlandabúar hafa unnið dyggilega að, glatist ekki í evrópsku samrunaferli. Meginmarkmið bókarinnar er að hvetja ungt fólk til að taka þátt í umræðum um norrænt samstarf og tengsl norrænu landanna við Evrópu. þeir sem ungir eru í dag eiga síðar eftir taka við stjórnartaumunum í alþjóðlegu samstarfi.

Bókin er byggð upp á þann hátt að fyrst eru skoðaðar sögulegar forsendur þess að við tölum um Norðurlönd sem heild og síðan er litið fram á veginn til að meta forsendur norræns samstarfs í framtíðinni.

Í fyrsta hluta bókarinnar „Norðurlönd hafa µmislegt fram að færa“ er „norræna samfélagsgerð in“ kynnt fyrir lesandanum og birtar eru tölfræð ilegar upplµsingar um norrænu samfélögin, íbúa þeirra og tungumál. Annar hluti bókarinnar inniheldur greinar eftir fimm rithöfunda frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi sem hlotið hafa bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Höfundarnir lµsa persónulegri reynslu sinni af samsemd í sínu heimalandi, á Norðurlöndum og í Evrópu. þær skoðanir sem eru settar fram eru skoðanir höfundanna en endurspegla ekki opinbera afstöðu Norðurlanda. Markmiðið er að viðhorfin og hugmyndirnar sem koma fram geti vakið umræður.

Í þriðja hluta bókarinnar „Norðurlönd hafa µmislegt fram að færa“ eru µmsar upplµsingar um Norðurlönd í nµrri Evrópu. Greinarnar eru skrifaðar í nánu samstarfi einstaklinga sem sinna norrænu samstarfi og fólks sem er í tengslum við nemendur og kennara á framhaldsskólastigi.

Bókin hentar vel bæði í móðurmálskennslu og í samfélagsfræðum, en einnig í verkefnum og þverfaglegu samstarfi. Bókin getur einnig nµst í greinum eins og sögu og landafræði.

Aftast í bókinni eru ábendingar um hvernig nálgast má nánari upplµsingar um Norðurlönd og samstarf ríkja og samtaka í Norður- Evrópu. Á heimasíðu okkar www.norden.org er sérstakur vefur um þessa bók. þar má finna krækjur og ábendingar til kennara um hvernig nµta má efnið í kennslu. Myndirnar í bókinni tók norski ljósmyndarinn Karin Beate Nøsterud. þær voru upphaflega teknar fyrir ársskµrslu Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar 2003. Myndirnar sµna fólk og staði á Norðurlöndum og allar segja þær sína sögu eða fá lesandann til að brosa svolítið. þess vegna eru myndirnar líka hafðar með hér.

Góða skemmtun!

© Informasjonsavdelingen, Nordisk Råd & Nordisk Ministerråd, København 2004