3. Samstarf í Norđur-Evrópu

Þegar hörmungum síðari heimsstyrjaldar lauk lögðu stjórnmálamenn í mörgum löndum mikla áherslu á að byggja upp alþjóðlegt samstarf til að treysta frið og fyrirbyggja stríð. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar 24. október 1945. Fyrsti framkvćmdastjóri samtakanna, Norð- maðurinn Trygve Lie, tók til starfa árið 1946.

Stórveldin sem fóru með sigur af hólmi í heimsstyrjöldinni, Bandaríkin, England, Frakkland, Kína og Rússland, fengu fast sćti í Öryggisráð i Sameinuðu þjóðanna. Í stríðinu gegn Þýskalandi og Japan voru þessi ríki bandamenn en fyrr en varði var dregin ný markalína. Upp úr lokum styrjaldarinnar hófst „kalda stríðið“ og „járntjald“ skipti Evrópu í tvennt. Þessi skil urðu enn skýrari þegar múr var reistur þvert í gegnum Berlín árið 1961.

Árið 1946 efndu Belgía, Holland og Lúxemborg til samstarfs sem nefnt er Benelúx. Á Norðurlöndum var rćtt um að setja á laggirnar norrćnt varnarbandalag. Úr því varðþó ekki en Danmörk, Ísland og Noregur gerðust aðilar að Atlantshafsbandalaginu (NATO) við stofnun þess árið 1949 en Svíþjóð og Finnland kusu að standa utan hernaðarbandalaga.

Þegar ljóst var orðið að viðrćður um norrćnt varnarsamstarf bćru ekki árangur var tekin ákvörðun um að stofna Norðurlandaráð sem vettvang fyrir samstarf þjóðþinga Norðurlanda árið 1952. Finnar gerðust aðilar að Norðurlandaráð i árið 1955.

Sex Mið-Evrópuríki sem borist höfðu á banaspjótum, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg, stofnuðu Kola- og stálbandalag Evrópu árið 1950. Með Rómarsáttmálanum í mars 1958 var bandalagið leyst af hólmi af Evrópska efnahagsbandalaginu (EB), sem frá árinu 1993 hefur verið nefnt Evrópusambandið (ESB). Danir sóttu um aðild árið 1962 og Norðmenn árið 1963. Forseti Frakklands, de Gaulle, beitti neitunarvaldi gegn aðild Bretlands árið 1963 og varð þá tíu ára hlé á útþenslu EB.

Á árunum 1969 og 1970 tóku Norðurlönd upp viðrćður um að stofnað yrði norrćnt efnahagsbandalag – NORDEK. Í mars 1970 varð ljóst að Finnar myndu ekki undirrita stofnsamninginn og var þá horfið frá þeirri áćtlun. Danir og Norðmenn tóku upp samningaviðrćður um aðild að EB – núverandi ESB. Í þjóðaratkvćðagreið slu sem haldin var árið 1972 greiddi meirihluti Dana atkvćði með inngöngu í EB en meirihluti Norðmanna reyndist andsnúinn aðild.

Á árunum 1973-1995 var Danmörk eina norrćna landið sem átti aðild að EB/ESB. Til að treysta og þróa norrćnt samstarf enn frekar var Norrćna ráðherranefndin stofnuð 1971 sem vettvangur fyrir samstarf ríkisstjórnanna. Norrćni fjárfestingarbankinn var svo stofnaður árið 1975, en hann veitir lán til stórra verkefna á Norðurlöndum og nú í síauknum mćli utan Norðurlanda.

Heimsmyndin og ekki síst aðstćður í Evrópu tóku stakkaskiptum við fall Berlínarmúrsins í nóvember 1989 og við upplausn Sovétríkjanna í ágúst 1991. Kalda stríðinu var lokið. Eystrasaltsríkin þrjú endurheimtu sjálfstćði sitt. Eystrasaltsráðið, (Coalition of Baltic Sea State, CBSS), var stofnað í Kaupmannahöfn í mars 1992 af utanríkisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna, auk Rússlands, Póllands og Þýskalands. Íslendingar gerðust aðilar að Eystrasaltsráð inu árið 1995. Þingmenn Eystrasaltsríkjanna þriggja hittust fyrst á sameiginlegri ráðstefnu í Finnlandi í janúar 1991, áður en Sovétríkin liðu undir lok. Síðan þá hefur Eystrasaltsráðið árlega haldið þingmannaráðstefnur.

Við Barentshaf, nyrst í Evrópu, starfa Rússland og Norðurlönd saman á vettvangi Barentsráð sins. Norðurskautsráðið sinnir enn norð- lćgari svćðum. Bandaríkin, Kanada, Rússland og Norðurlönd eiga aðild að því.

Árið 1994 var haldin þjóðaratkvćðagreiðsla í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi um aðild að ESB. Niðurstaðan varð sú að Svíar og Finnar sam- þykktu aðild en meirihluti Norðmanna hafnaði sem fyrr inngöngu í ESB. Norðmenn og Íslendingar hafa undirritað samning við ESB um Evrópska efnahagssvćðið (EES).

Með fjölgun aðildarríkja ESB í 25 árið 2004 hefur hið pólitískt landakort á ný tekið breytingum. Eystrasaltsríkin þrjú og Pólland gengu um svipað leyti í NATO. Miklar umrćður fara nú fram um framtíðarskipan samstarfs í Norður- Evrópu. Norðurlönd eru um þessar mundir að skilgreina hlutverk sitt á þessum samstarfsvettvangi.

Norrćnt samstarf eftir stćkkun ESB

Jan Wickléus, lektor í samfélagsfrćđum, Svíţjóđ:

Hvað veldur því að okkur finnst við vera Evrópubúar? Er til evrópsk samsemd? Evrópubúar tala ekki sama tungumál, trúarbrögðin eru mismunandi og jafnframt eru atvinnuvegirnir og menningin margvísleg. Evrópa er fjölmenningarleg heimsálfa þar sem fjölbreytni og margbreytileiki eru ríkjandi. Það er ákveðin mótsögn í því fólgin að segja að einingin felist í fjölbreytninni. Ef til vill leynist samsemdin í hugmyndinni um sameinaða Evrópu, Evrópu friðarins, Evrópu sem kýs sameiginlega þróun í átt að frelsi og velferð.

Er sjálfgefið að íbúar á því svæði sem við nefnum Evrópu muni fyrst og fremst skilgreina sig sem Evrópubúa, að þeir finni til evrópskrar samsemdar? Árið 2004 fjölgaði aðildarríkjum ESB um tíu. Verður sú fjölgun til að efla samkennd þjóða, ríkja og borgara í Evrópu?

Blaðakonan Lisa Irenius hefur í greinum í sænska dagblaðinu „Dagens Nyheter“ líkt hinni nýju Evrópu við stóra borg sem einkennist af breytingum og endurnýjun. Aukið streymi fjármagns, þjónustu, varnings og fólks, afnám landamæra, samræming laga og reglna – allt stuðlar þetta að breytingum og endurnýjun, og veitir einstakt tækifæri til að hugsa margt upp á nýtt. „Ef við lítum á Evrópu sem eina stóra borg er auðveldara að sjá fyrir sér landamæri sem eru stöðugt á hreyfingu og að miðstöðvarnar verði fleiri en ein. Óvænt þróun og hraðar breytingar verða eðlilegur þáttur í daglegu lífi,“ skrifar Lisa Erinius. „Vonandi á Evrópa einnig eftir að fela í sér fjölbreytileika, umburðarlyndi og tćkifćri.“

Heimsálfan Evrópa hefur engar skýrar landfrćð ilegar markalínur frá náttúrunnar hendi. Úralfjöllin marka skilin milli Evrópu og Asíu. Í suðri skilur Miðjarðarhafið Evrópu og Afríku að. Fyrrum var Miðjarðarhafið innhaf sem tengdi saman ólíka hluta Rómaveldis. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að sameina Evrópu. Þegar Karlamagnús varð keisari árið 800 náði ríki hans einungis yfir lítinn hluta Vestur-Evrópu sem var kristinn og páfinn í Róm gegndi lykilhlutverki. Á miðöldum kepptust kaþólska kirkjan og þýskrómverska keisaraveldið um að stćkka yfirráð asvćði sín. Tilraun Napóleons til að sameina Evrópu undir yfirráðum Frakklands fór að mestu leyti fram á vígvöllum. Á tuttugustu öldinni gerðu einrćðisöfl tilraunir til að hrifsa völd í Evrópu með ofbeldi. Saga Evrópu er jafnt saga sundrungar og umbrota sem saga misheppnað ra tilrauna til sameiningar.

Norrćnt samstarf í ljósi Evrópuvćðingar og hnattvćðingar

Upplausn Sovétríkjanna hefur haft áhrif á stöðu Norðurlanda. Vorið 2004 gengu Eystrasaltsríkin þrjú og Pólland í Evrópusambandið. Þessi lönd hafa sterka samkennd með Norðurlöndum.

Hvaða sameiginlegra hagsmuna eiga ríkin við Eystrasalt að gæta innan Evrópusambandsins?

Norðurlönd hafa sterka hefð fyrir samstarfi. Með stofnun Norðurlandaráðs 1952 voru treyst þau vináttubönd og samkennd sem löngum hafa einkennt tengsl þeirra – sameiginleg menningararfleifð, landfræðileg nánd, tungumálasamfélag, norræn samsemd. Á Norðurlöndum ræður sameiginlegt gildismat. Það birtist hvað greinilegast í þeirri áherslu sem lögð er á að leita lausna með samráði, t.d. hvað varðar umhverfismál, jafnréttismál, lýðræði, félagslegt öryggi og velferð borgaranna.

Norrænt samstarf hefur ekki síður mikilvægu hlutverki að gegna í evrópskri samvinnu í framtíðinni. Tíminn mun leiða í ljós hvernig Norðurlönd nýta þau tækifæri sem gefast til að hafa í sameiningu áhrif innan Evrópu.

Unga kynslóðin

Forsenda lýðræðis er virk þátttaka þegnanna. Það er ekki nóg að treysta á atvinnustjórnmálamenn sem hafa fengið umboð borgaranna til að taka afstöðu og ákvarðanir í pólitískum málefnum. Áhugasamir, upplýstir og virkir samfélagsþegnar eru nauðsynlegir í hverju lýðræðissamfélagi.

Hefur unga fólkið áhuga á að kjósa í almennum kosningum? Samkvæmt sænskri könnun meta flestir átján ára Svíar kosningaréttinn mikils (92 prósent). Næstum því jafnmargir (85 prósent) líta svo á að góðum samfélagsþegni beri skylda til að nýta kosningarétt sinn. Samkvæmt könnuninni hefur félagsleg og efnahagsleg staða þó áhrif á skoðun unga fólksins. Þeir sem betur eru stæðir eru líklegri til að kjósa.

Eurobarometer eru skoðanakannanir sem gerðar eru reglulega í löndum Evrópu. Í könnun sem gerð var árið 1995 var ungt fólk á aldrinum 15-24 ára spurt hvort það væri ánægt með lýðræðið í eigin landi. Ungt fólk frá fjórum af fimm norrænum löndum var ofarlega á listanum (Ísland var ekki með í þessari könnun): Danmörk 90 %, Noregur 89 %, Finnland 78 %, Svíþjóð 69 %. Sambćrilegar tölur fyrir ungt fólk í Suður-Evrópu voru þó nokkru lćgri: Frakkland 43 %, Grikkland 39 %, Spánn 36 % og Ítalía 26 %. Yfirleitt virðist áhugi ungs fólks á virkri þátttöku í stjórnmálum hverfandi. Það speglast ekki aðeins í lítilli kosningaþátttöku heldur einnig í drćmri þátttöku í pólitísku starfi og í þeirri tilfinningu að það hafi ekki möguleika á að hafa áhrif. Vćri hćgt að örva áhuga ungs fólks á stjórnmálum með kerfisbreytingum, t.d. með því að lćkka kosningaaldurinn í 15 ár?

Innan Evrópusambandsins er vilji til að efla lýðrćðið með því að örva almenning til virkari þátttöku í pólitískum umrćðum og pólitísku starfi – ekki aðeins innan hvers lands heldur einnig á vettvangi Evrópusambandsins. Hvernig má örva og efla áhuga ungs fólks á þjóðfélagsmálum bćði á landsvísu og innan ESB?

Evrópusambandið og lýðrćðið

„Saman verðum við sterkari“ er slagorð sem notað er í hinu evrópska samrunaferli. En samruninn á sér einnig aðra hlið. Hlutverk stjórnmálastofnana í löndunum breytist og verður margþćttara. Beint vald þeirra og áhrif á þau lög og reglur sem borgararnir eiga að hlíta verða að sama skapi minni. Stundum er talað um að lýðrćðið láti undan síga.

Það er ekki auðvelt að lýsa því pólitíska kerfi sem verið er að byggja upp í ESB um þessar mundir. Sumir hafa það að markmiði að búa til Sambandsríki Evrópu en aðrir vilja leggja áherslu á tengsl fullvalda ríkja. ESB er enn sem komið er lauslegt ríkjasamband þar sem hvert ríki sér um sín mál á lýðrćðislegan hátt en starfar jafnframt með öðrum að tilteknum málefnum.

Almenningur í lýðrćðisríkjum hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig pólitísku starfi skuli háttað. Í lýðrćði sem nćr til margra landa er starfið öðruvísi. Í ESB er dreifrćðisreglan lögð til grundvallar en samkvćmt henni skulu ákvarð- anir teknar svo „nálćgt“ borgurunum sem tök eru á og á svo lágu stigi stjórnsýslunnar sem kostur er. Ákvarðanir sem eiga að vera skuldbindandi fyrir öll aðildarríkin þarf þó af eðlilegum ástćðum að taka sameiginlega á evrópskum vettvangi með meirihlutasamþykktum.

Það er ofarlega á baugi í umrćðunni hvort stóru löndin verði ráðandi á kostnað minni ríkja. Öllum er þó ljóst að ákveðin fjölþjóðleg vandamál á borð við umhverfismengun, alþjóðlega glćpastarfsemi, gjaldeyrisbrask og hryðjuverkastarfsemi krefjast sameiginlegra, fjölþjóðlegra lausna sem samþykkja þarf með meirihlutaákvörð unum. Þannig má leysa mál sem snerta fleiri en eitt ríki og eru ofviða hverju landi fyrir sig. Forsenda þess að almenningur sćtti sig við ákvarðanir sem teknar eru á þennan hátt er að litið sé á þćr sem „góðar og skynsamlegar“. Ákvarðanir sem ráðherraráð ESB tekur eru skuldbindandi fyrir alla íbúa aðildarríkjanna.

Mörgum finnst þeir hafa litla möguleika til að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan ESB. Þó fara áhrif Evrópuþingsins vaxandi, en kosið er til þess í beinum kosningum í öllum aðildarríkjunum. Jafnframt stendur íbúum aðildarríkja ESB til boða margþćttara lýðrćðisferli en flestum öðrum því þeir geta tekið þátt í stjórnmálalífi í eigin héraði, á landsvísu og á Evrópuvettvangi. En hvernig eru borgararnir í stakk búnir til að takast á við það verkefni, að taka virkan þátt í pólitískum umrćðum til að finna skynsamlegar lausnir á sameiginlegum pólitískum vandamálum?

Sú ábyrgð hvílir á herðum ríkisstjórna landanna að vekja athygli á þeim málefnum sem fjallað er um innan ESB og gera þau sýnileg þannig að pólitísk umrćða geti farið fram meðan enn er hćgt að hafa áhrif á niðurstöð una. Ljóst er að í framtíðinni verða ekki aðeins ákvarðanir í einstökum málum til umfjöllunar heldur verður einnig rćtt um á hvaða stigi stjórnkerfisins eigi að taka þćr – á vettvangi sveitarfélags, á þjóðþingi, innan ESB eða hjá alþjóðasamtökum á borð við Sameinuðu þjóðirnar.

Fjölgun aðildarríkja ESB í 25 mun ekki einfalda hið pólitíska ferli. Valdahlutföllin milli pólitískra stofnana munu einnig breytast með nýrri stjórnarskrá ESB. Áhrif Evrópuþingsins aukast stöðugt. Afstaða nýju aðildarríkjanna tíu á stundum eftir að ráða úrslitum. Evrópusambandið felur í sér tćkifćri fyrir aðildarríkin til að stunda árangursríkt samstarf. Ógerlegt er að sjá fyrir hvernig því samstarfi verður háttað í smáatrið um.

Fjögur sjónarhorn á grannsvćđi Norđurlanda í austri

Erik Geber menntamálafulltrúi, Finnlandi:

Saga Finnlands er að mörgu leyti frábrugðin sögu annarra ríkja á Norðurlöndum. Hér fer á eftir yfirlit yfir þćr miklu breytingar sem orðið hafa í samskiptum skandinavísku landanna við nágrannana í austri. Breytingarnar verða skoðaðar frá finnskum sjónarhóli í sögulegu, menningarlegu og efnahagslegu ljósi og með tilliti til framtíðarþróunar. Á ferðalagi um tíma og rúm verður brugðið ljósi á sameiginleg örlög þeirra landa sem liggja að Eystrasalti. Eftir fall Sovétríkjanna og eftir að Eystrasaltsríkin endurheimtu sjálfstćði sitt og gengu til liðs við NATO og ESB hafa opnast ný tćkifćri til samstarfs í austurvegi en einnig hafa skapast ný vandamál.

Svíar, Finnar, Danir, Norðmenn og Íslendingar nútímans lifa fyrir líðandi stund og leiða sjaldan hugann að mikilvćgum sögulegum tengslum í austurátt. Fyrr á tímum voru Finnland og Eystrasaltslöndin ásamt gamla Rússlandi mikilvćgir áfangastaðir fyrir Norðurlandabúa.

Það voru ekki einungis víkingar sem sigldu í austurveg og reistu verslunarstaði við strendurnar og fljótin miklu í Rússlandi. Árið 1219 gerði danski konungurinn Valdimar sigursćli tilraun til að kristna íbúa Líflands þar sem sagan segir að hann hafi séð danska fánann svífa af himni niður. Krossferðir Svía til Finnlands fólu í sér útþenslu evrópsks stórveldis miðalda, eins konar „norðlćga vídd“ rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Á sama tíma lögðu sćnskir bćndur og fiskimenn undir sig frjósamar strendur Finnlands. Öldum saman fylgdu í fótspor þeirra sćnskir prestar, aðalsmenn og embćttismenn en afkomendur þeirra byggðu upp þjóð- menningu í Finnlandi á 19. öld.

Útþensla Evrópusambandsins í austurátt á okkar dögum virðist ekki jafn einstćður við- burður ef rifjaðar eru upp ferðir þýsk-danskra krossfara og Hansakaupmanna sem náðu yfirráð um á Eystrasalti á miðöldum. Síðan tók við sćnska stórveldið sem í samkeppni við rússneska keisaraveldið lagði undir sig Ingermanland, Eistland og stóran hluta Lettlands. Merki þessara gömlu styrjalda, verslunarsamskipta og menningarstrauma sem bárust til strandhéraða við Eystrasalt austanvert má enn sjá í gömlu bćjarhlutunum í Tallinn og Ríga, á fornum herragörðum og í alþýðumenningu til sveita í Finnlandi og Eistlandi, en einkum þó í kirkjum og háskólum í þessum löndum.

Straumarnir lágu einnig í hina áttina. Karelía og Ingermanland urðu fyrir austur-rómverskum, grísk-kaþólskum og slavneskum áhrifum löngu áður en Þjóðverjar, Danir og Svíar komu og boðuðu vestur-kaþólska kenningu með sverð á lofti. Uspenskij-dómkirkjan í Helsingfors minnir á að grísk-kaþólska kirkjan er enn þjóðkirkja í Finnlandi með sömu réttindum og skyldum og evangelísk-lúterska kirkjan.

Syngjandi keðja

Þegar þjóðir Eystrasaltsríkjanna héldust syngjandi í hendur og mynduðu lifandi keðju meðfram strönd Eystrasaltsins haustið 1989 til að losa sig undan oki Sovétríkjanna á táknrćnan hátt var það hápunktur menningarhefðar, sönghátíð arhefðar. Upphaf þessarar sönghefðar má rekja til Ríga og Tallinn á síðari hluta 19. aldar, þaðan barst hún til Finnlands og í hana sóttu bćði finnsk þjóðernisstefna og finnlandssćnska hreyfingin andlegan styrk um aldamótin 1900. Það lifir enn í þeim glćðum.

Rússnesk og eistnesk áhrif á finnskar bókmenntir og klćðaburð (og öfugt) hafa einnig verið veruleg. Þeir sem rannsakað hafa finnsku vita að í henni er fjöldi germanskra, baltneskra og slavneskra tökuorða. Í eistnesku gćtir mikilla áhrifa frá þýsku og sćnsku. Tugþúsundir Eista sem flúðu til Svíþjóðar og annarra landa hafa einnig borið með sér menningaráhrif og siði sem að einhverju leyti hafa samlagast ríkjandi menningu en lifa enn í minningu eldri kynslóð arinnar sem eistnesk menning.

Mikill tekjumunur

Minningin um stríð, valdablokkir og tilraunir til sameiningar Evrópu á 20. öldinni gera að verkum að Norðurlandabúar gleyma oft þeim efnahagslega raunveruleika sem lá að baki byltingu og þróun á grannsvćðunum. Þegar rússneskir sósíalistar með Lenín og Trotskí í broddi fylkingar gerðu byltingu í Rússlandi 1917 beittu þeir ekki aðeins valdboði heldur töluðu til þjóðarinnar með slagorðum á borð við „friður og brauð“. Svo nćrri var gengið rússnesku þjóðinni og herliði keisarans að nýja kerfinu var tekið fegins hendi. Þegar fór að hrikta í stoðum Sovétkerfisins var það ekki aðeins vegna vegna „glasnost“, kröfunnar um lýðrćði og gegnsći, heldur einnig vegna „perestrojka“, sem fól í sér kröfu um kerfisbreytingu í efnahagslífinu. Það var hreinlega orðið óhjákvćmilegt að veita einkaframtaki og frjálsum markaðsöflum svigrúm.

Í byrjun sjötta áratugarins, þó nokkrum árum eftir lok síðari heimsstyrjaldar, voru flestar vörur í Finnlandi skammtaðar. Daglegar nauðsynjavörur var ekki hćgt að kaupa nema gegn framvísun skömmtunarseðla og 6-10 manna flóttamannafjölskyldur hírðust í litlum 50 fermetra íbúðum í bćjunum eða í kofum til sveita. Kaffi- og fatapakkar frá Svíþjóð og Bandaríkjunum voru vel þegnar sendingar.

Nú, 50 árum síðar, er líka erfitt að ímynda sér þá eymd sem ríkti í úthverfum og sveitum í Rússlandi, Karelíu og Eistlandi. Jafnframt er erfitt að ímynda sér þann gífurlega lífskjaramun sem fylgt hefur í kjölfar frjálsra markaðsafla. Þriðja dćmið, sem er nýtt, um ólík lífskjör : Samískir hreindýrabćndur kvarta sáran yfir því hvernig ríkisstyrkt skógarhögg eyðileggur síðustu beitilönd fyrir hreindýr í fjallshlíðum Ivalo-héraðs. Svipaðar raddir heyrast einnig frá mörgum öðrum stöðum í Finnlandi, Norður- Svíþjóð og Noregi þar sem fjöldi bćnda og fiskimanna hefur fram til þessu byggt afkomu sína á styrkjum frá ESB og viðkomandi ríki. Þessi kreppa velferðarkerfisins er þó smámunir miðað viðþá erfiðleika sem eistnesk, lettnesk og lítháísk landbúnaðaryfirvöld hafa þurft að takast á við undanfarin 10-15ár og ekki léttist róðurinn í tengslum við inngöngu þessara landa í ESB.

Staða sćnskra og finnskra fyrirtćkja hefur verið mjög sterk við nýbyggingar og húsavið- gerðir bćði í Pétursborg og í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna. Norrćni fjárfestingarbankinn gegndi mikilvćgu hlutverki varðandi lánveitingar á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar bćði í Eistlandi og Lettlandi. Danir hafa tekið þátt í uppbyggingu samgöngukerfa og endurgerð bygginga í Ríga og Vilníus. Norsk olía og sćnsk vatnsorka keppa um orkumarkaði á Norðurlöndum við rússneskt jarðgas og kjarnorkuver. Eftir að Eystrasaltsríkin endurheimtu sjálfstćði sitt hefur ferðaþjónusta dafnað og Finnar, Svíar og Danir hafa í síauknum mćli fjárfest í fasteignum í Eystrasaltslöndunum. Á það jafnt við um höfuðborgirnar sem strandsvćð in og gamla heilsubótarstaði.

Háskólar í Eystrasaltsríkjunum bjóða góða menntun og þar sem framfćrslukostnaður er lágur leggur nokkur fjöldi finnskra, sćnskra, danskra og norska námsmanna stund á nám í þessum löndum. Norrćnar menntastofnanir bjóða jafnframt ungmennum frá Eystrasaltsríkjunum styrki og þátttöku í nemendaskiptum (Erasmus/Nordplus).

Nýtt samstarf við Eystrasalt

Áður fyrr var Eystrasaltið og vogskornar strendur þess þýsk-danskt og sćnskt innhaf og um það lágu mikilvćgar flutningaleiðir fyrir alls kyns varnings, allt frá viði og tjöru til klćða og kryddvöru frá fjarlćgum löndum. Efnahagslegar og menningarlegar nýjungar bárust til norðurs eftir sćnsku, baltnesku og finnsku ströndunum.

Á okkar dögum sigla stór olíuflutningaskip á höfunum. Einhver mesta umhverfisógn sem steðjar að okkur og komandi kynslóðum er sú umhverfiseyðilegging sem iðnaður og þaulrćktun á Norðurlöndum, í Sovétrússlandi, Póllandi og Þýskalandi hafa valdið í margar kynslóðir.

Önnur framtíðarspurning snertir áhrif aðildar Eystrasaltslandanna að ESB á flutninga fólks milli Eystrasaltsríkjanna og norrćnu ríkjanna. Norðurlönd urðu fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstćði Eystrasaltsríkjanna – Ísland allra fyrst. Verður hćgt að viðhalda og efla tengslin við Eystrasaltsríkin?

Hvaða almenna þekking á atvinnulífi, sögu og menningu landanna er nauðsynleg og að hve miklu leyti er tungumálakunnátta nauðsynleg í tengslum við samstarf í kringum Eystrasaltið? Er óraunhćft að ćtla sér að efla gagnkvćma þekkingu á norrćnum og baltneskum tungumálum? Vegna nálćgðarinnar við Rússland, og þá sérstaklega við Pétursborg, þurfa Finnar að leggja sig sérstaklega fram, m.a. vegna aukins fjölda rússneskumćlandi innflytjenda. Þarfir rússneska minnihlutans og tungumálakröfur sem gerðar eru til hans í Eystrasaltsríkjunum er viðkvćmt mál sem leysa þarf með varkárni og tillitssemi. Þaðþurfa Norðurlönd að hafa í huga.

Ađ ráđa fram úr ţví óviđráđanlega

Um Vestur-Norđurlönd og nágranna ţeirra

Þegar fámenn svćði eiga sameiginlegra hagsmuna að gćta er mikilvćgt aðþau starfi saman. Ef vilji er fyrir hendi er hćgt að leysa verkefni sem við fyrstu sýn virðast óviðráðanleg.

Á Vestur-Norðurlöndum – Íslandi, Fćreyjum og Grćnlandi – byggist lífsafkoma að miklu leyti á fiskveiðum. Byggðin er dreifð og loftslagið frekar kalt. Atlantshafið tengir Vestur-Norðurlönd við nágranna á skosku eyjunum og í norðausturhluta Kanada. Íbúar á Vestur- Norðurlöndum og grannlöndum þeirra eiga mikilla hagsmuna að gćta varðandi auðlindir hafsins og verndun þeirra. Því er afar brýnt að auðlindirnar séu nýttar á sjálfbćran hátt.

Ein af niðurstöðum leiðtogafundar Sameinuð u þjóðanna í Jóhannesarborg árið 2002 var að efla þyrfti svćðisbundið samstarf til að koma í veg fyrir frekari mengun heimshafanna. Svćðasamstarf við Norður-Atlantshafið getur hjálpað til við að ná markmiðum SÞ um sjálfbćra nýtingu fiskistofna fyrir árið 2015.

Þó Ísland, Fćreyjar, Grćnland og strandsvćð i Noregs eigi í samkeppni á alþjóðamarkaði hafa þessi lönd og svćði engu að síður mikilla sameiginlegra hagsmuna að gćta í sjávarútvegsmálum. Sama á við um nágrannana á norð- austurströnd Kanada, í Skotlandi og á Írlandi.

Norður-Atlantshafið er eitt hreinasta og gjöfulasta hafsvćði heims. Fiskurinn sem þar veiðist er eftirsótt vara. Því er það forgangsmál fyrir Vestur-Norðurlönd og nágranna þeirra að tryggja og bćta vaxtarskilyrði á sameiginlegum fiskimiðum og gera þau enn betri til að viðhalda góðri ímynd fiskistofna Norður-Atlantshafsins. Veiðarfćri hafa lengi verið til umrćðu og Norrćna ráðherranefndin hefur varið fjármunum til að þróa kjörhćf veiðarfćri sem einungis fanga þćr tegundir sem sóst er eftir. Markmið ið með notkun kjörhćfra veiðarfćra er sjálfbćr nýting auðlinda hafsins.

Verndun hafs og umhverfis á sér engin landamćri og frumskilyrði er að ráðstafanir séu gerðar bćði svćðisbundið og á alþjóðavett-vangi. Stjórnmálamenn á Vestur-Norðurlöndum líta á það sem skyldu sína að sjá til þess að verndun hafsins sé eitt af áherslusviðunum norrćnu samstarfi. Löndin eiga allt undir auð- lindum hafsins en fara jafnframt hvert og eitt með fiskveiðistjórnun sem er með mismunandi hćtti í löndunum. Hreint Norður-Atlantshaf er auðlind sem veitir Norðurlöndum í heild sérstöð u og sameiginlegan styrk.

Loftslagsbreytingar á norðurheimskautinu sýna að verndun hins viðkvćma umhverfis á norðurslóð er verkefni sem stöðugt þarf að huga að. Auknir olíuflutningar á norðlćgum höfum eru annað dćmi sem sýnir að þörf er á sameiginlegum aðgerðum. Með nánari tengslum við grannsvćðin við Norður-Atlantshaf öðlast Norðurlönd betri forsendur til að takast á við viðfangsefni framtíðarinnar.

Góðir nágrannar

Afar brýnt er fyrir norrćnu ríkin að rćkta tengslin við nágranna sína. Sá árangur sem náðst hefur frá 1991 í samstarfi við nágranna Norðurlanda í austri er skýrt dćmi um það. Áćtlun Norrćnu ráðherranefndarinnar um samstarf á norðurheimskautssvćðum sýnir á sama hátt mikilvćgi góðra tengsla við nágranna í norðri. Tengslin til suðurs endurspeglast meðal annars í þátttöku Norrćnu ráðherranefndarinnar í starfi að framkvćmdaáćtlun ESB um „Norðlćgu víddina“. Sem útvörður Norðurlanda til vesturs og suðvesturs eru Vestur-Norðurlöndin vel í sveit sett til að loka hringnum um grannsvćðasamstarfið. Af þessum sökum er nú unnið að mótun grannsvćðastefnu til vesturs. Markmiðið er að skapa jafnvćgi milli grannanna í austri og vestri með sameiginlega hagsmuni fyrir augum.

Í skýrslu um Vestur-Norðurlönd í norrćnu samstarfi, sem Norrćna ráðherranefndin hefur skilað af sér, eru miklar upplýsingar um svćðisbundið samstarf á Vestur-Norðurlöndum ásamt tillögum um hvernig efla megi það og auka. Í skýrslunni er einmitt lögð áhersla á að norrćnu löndin stofni til nánara samstarfs við grannsvćði Vestur-Norðurlanda til að takast á við þau vandamál sem steðja að Norður-Atlantshafinu og snerta alla íbúa á norðurhveli jarðar. Samkvćmt niðurstöðum skýrslunnar er það sameiginlegt hagsmunamál Norðurlanda að efla norrćnt samstarf ekki einungis innan Vestur- Norðurlanda heldur einnig við nágranna Vestur-Norðurlanda.

Hagvöxtur á Vestur-Norðurlöndum

Frá því um miðjan síðasta áratug hefur velmegun aukist til muna á Vestur-Norðurlöndum og fólksfjölgun er mikil. Upplýsingar úr Norrćnu tölfrćðiárbókinni 2003 staðfesta þetta.

Hagvöxtur hefur einkum verið mikill í Fćreyjum og á Íslandi síðastliðin sjö ár. Á sama tíma og vergar þjóðartekjur hafa aðeins aukist um u.þ.b. 18 prósent í Danmörku og 20 prósent í Svíþjóð hefur aukningin verið 30 prósent á Íslandi. Í Fćreyjum hefur hagvöxtur verið um 50 prósent eftir mjög erfiða kreppu í upphafi tíunda áratugarins. Í Noregi og á Grćnlandi hefur hagvöxtur verið 22-23 prósent. Þetta er meiri hagvöxtur en í Danmörku og Svíþjóð. Finnland er undantekning frá reglunni á Austur-Norðurlöndum. Þar hefur hagvöxtur verið svipaður og á Íslandi eða 29,4 prósent.

Miðað við meðaltekjur (BNP á hvern íbúa) eru Noregur og Ísland auðugustu löndin á Norðurlöndum. Út frá sömu forsendum eru Svíþjóð og Finnland „fátćkustu“ löndin.

Menningarauðlegð

Hagvöxtur er ekki það eina sem skiptir máli. Menningarleg auðlegð er einnig mikilvćg. Vestur-Norðurlönd eiga hvert um sig auðugt menningarlíf. Menningarstraumar tengja löndin og það er ekki síst unga fólkið sem ferðast um landamćralaus Norðurlönd. Sem dćmi um ungt fólk frá Vestur-Norðurlöndum sem hefur átt velgengni að fagna má nefna Guðrúnu Jacobsen frá Fćreyjum sem sigraði í söngvakeppni danska sjónvarpsins „Stjerne for en aften“. Íslenska hljómsveitin Sigur Rós hefur vakið nćstum því eins mikla athygli á alþjóðavettvangi og Björk. Sigur Rós sćkir innblástur í gamla þjóðlagatónlist.

Á sama hátt og gömul þjóðlagatónlist geta fornar sagnir orðið rithöfundum nútímans innblástur. Í norrćnu menningarsamstarfi leggja Íslendingar áherslu á að nýta betur þá auðlegð sem felst í fornbókmenntum Norðurlanda. Rökin eru þau aðþessi mikilvćgi hluti norrćns menningararfs geti orðið uppspretta fyrir nútímamenningu. Í því tilliti er einkum vert að nefna norrćna goðafrćði, en nýlega var gefin út norrćn frímerkjaröð helguð henni.

Í norrćnu samstarfi er mikil áhersla lögð á að styrkja menningarstarfsemi. Fimmtungur fjárveitinga Norrćnu ráðherranefndarinnar rennur til menningarmála. Í öllum löndunum eru norrćnar menningarstofnanir, þar má nefna Norrćnu stofnunina um samtímalistir, NIFCA, í Finnlandi, Norrćnu miðstöðina um sviðslistir, NordScen, í Danmörku og Norrćnu listamannamið stöðina í Dalsĺsen í Noregi.

Á Vestur-Norðurlöndum rekur Norrćna ráðherranefndin þrjár menningarmiðstöðvar : Norrćna húsið á Íslandi, Norðurlandahúsið í Fćreyjum og Norrćnu stofnunina á Grćnlandi, NAPA. Í norrćnu menningarhúsunum eru haldin málþing og sýningar og rekin bókasöfn þar sem meðal annars má nálgast nýjustu upplýsingar um norrćnt samstarf.

Til eru ótal dćmi um norrćnt samstarf sem hefur vakið athygli í öðrum heimshlutum. Margar góðar farandsýningar hafa verið settar upp með það fyrir augum að veita innsýn í menningu og sögu Vestur-Norðurlanda. Víkingasýningin „Vikings – The North Atlantic Saga“ var fyrst sett upp í New York sumarið 2000. Hún fór síðan víðs vegar um Bandaríkin og Kanada og sýningargestir skiptu milljónum. Annað dćmi um farandsýningu er sýningin „Veiðimenn í útnorðri“ sem veitir innsýn í sögu og þróun fiskveiða og veiðimennsku á Íslandi, Fćreyjum og Grćnlandi. Sýningin var fyrst sett upp í Norrćna húsinu í Reykjavík árið 2002 og íðan farið víða um lönd.

Ađ ferđast um Norđurlönd

Langar þig til að fara í skólaferðalag til annars norræns lands eða ertu í leit að sumarvinnu? Ungmennum, námsmönnum og kennurum á Norðurlöndum hefur um margra ára skeið gefist kostur á námsferðum í gegnum Nordplus-áætlunina, sem sífellt fleiri taka þátt í. Norræna ráðherranefndin veitir 250 milljónir danskra króna til Nordplus-áætlunarinnar á tímabilinu 2004-2006.

Markhópur Nordplus Junior er nemendur í grunnskólum og nemendur á aldrinum 16-19 ára. Kennarar í grunn- og framhaldsskólum geta einnig sótt um styrki.

Nánari upplýsingar: admin.nordskol.org/

Tilvitnanir af www.norden.org

„ Í gegnum Nordplus fengum við tækifæri til að búa hjá og kynnast fólki í hinum norrænu löndunum. Það var spennandi reynsla.“

„ Við fræddumst um það sem er líkt og ólíkt í löndunum og vöknuðum þannig til vitundar um eigin styrk.“

Sumarstarf á Norðurlöndum

Nordjobb hefur fundið sumarstörf fyrir u.þ.b. 15.000 norræna unglinga síðan starfsemin hófst árið 1985. Nordjobb útvegar einstaklingum á aldrinum 18-26 ára sumarstörf á sjálfstjórnarsvæð unum eða í öðru norrænu landi en heimalandi umsækjenda. Nordjobb getur útvegað húsnæð i en að sjálfsögðu þarf að greiða húsaleigu.

Laun eru greidd samkvćmt gildandi launatöxtum og skattur er greiddur til landsins sem starfað er í. Alls staðar þar sem Nordjobb hefur starfsemi er leiðbeinandi sem aðstoðar ungmennin, veitir hagnýtar upplýsingar, meðal annars um hvar þau eiga að búa og vinna.

Nánari upplýsingar: www.nordjobb.net

Tölfrćđilegar upplýsingar

Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíţjóđ, og sjálfstjórnarsvćđin Fćreyjar, Grćnland og Álandseyjar eiga ađild ađ Norđurlandaráđi og Norrćnu ráđherranefndinni.

Fćreyjar og Grćnland heyra undir konungsríkiđ Danmörku, en Álandseyjar eru hluti af lýđveldinu Finnlandi.

Danmörk
Flatarmál: 43.376 km2.
Hæsta fjall: Yding Skovhøj – 172,5 m.
Fólksfjöldi 1. janúar 2003: 5.397.640 íbúar
Fólksfjöldi á hvern km2: 124.91 íbúi
Höfuðborg (með úthverfum): Kaupmannahöfn
1.756.648 íbúar
Stjórnarfar : Þingbundið konungdæmi
Aðild að ESB: Frá 1. janúar 1973

Færeyjar
Flatarmál: 1.399 km2.
Hæsti punktur : Slættaratindur 882 m.
Fólksfjöldi: 48.323 íbúar
Fólksfjöldi á hvern km2: 34,1 íbúi
Höfuðborg: Þórshöfn (og nágrenni) 18.539 íbúar
Stjórnarfar : Sjálfstjórn undir konungdæmi Danmerkur
Aðild að ESB: Nei

Grænland
Flatarmál: 2.166.086 km2.
Íslaust svæði: 410.449 km2.
Hæsti punktur : Gunnbjørns Fjeld 3.700 m.
Fólksfjöldi 1. janúar 2003: 56.854 íbúar
Fólksfjöldi á hvern km2 (íslauss svæðis): 0,14 íbúar
Höfuðborg: Nuuk 14.265 íbúar
Stjórnarfar : Sjálfstjórn undir konungdæmi Danmerkur
Aðild að ESB: Nei

Finnland
Flatarmál: 338.145 km2.
Hæsti punktur : Halti, Halditjåkko (Haldefjäll) 1.328 m.
Fólksfjöldi: 5.219.732 íbúar
Fólksfjöldi á hvern km2: 17,1 íbúi
Höfuðborg (með úthverfum): Helsingfors 976.222 íbúar
Stjórnarfar : Lýðveldi
Aðild að ESB: Frá 1 . janúar 1995

Álandseyjar
Flatarmál: 1.552 km2.
Hæsti punktur : Orrdalsklint 129 m.
Fólksfjöldi 1. janúar 2003: 26.347 íbúar
Fólksfjöldi á hvern km2: 17,2 íbúar
Höfuðborg: Mariehamn 10.632 íbúar
Stjórnarfar : Sjálfstjórn undir finnska lýðveldinu
Aðild að ESB: Frá 1. janúar 1995 (ekki aðild
að skattasambandi ESB)

Ísland
Flatarmál: 103.300 km2.
Hæsti punktur : Hvannadalshnúkur 2.111 m.
Fólksfjöldi: 290.570 íbúi
Fólksfjöldi á hvern km2: 2,8 íbúar
Höfuðborg (með úthverfum): Reykjavík 181.925 íbúar
Stjórnarfar : Lýðveldi
Aðild að ESB: Nei, aðild að EES frá 1. janúar 1994

Noregur
Flatarmál: 323.758 km2.
Hæsti punktur : Galdhøpiggen 2.469 m.
Fólksfjöldi: 4.577.457 íbúar
Fólksfjöldi á hvern km2: 14.9 íbúar
Höfuðborg (með úthverfum): Osló 1.010.504 íbúar
Stjórnarfar : Þingbundið konungdæmi
Aðild að ESB: Nei, aðild að EES frá 1. janúar 1994

Svíþjóđ
Flatarmál: 450.295 km2.
Hæsti punktur : Kebnekaise 2.111 m.
Fólksfjöldi: 8.975.670 íbúar
Fólksfjöldi á hvern km2: 21,8 íbúar
Höfuðborg (með úthverfum): Stokkhólmur 1.693.946 íbúar
Stjórnarfar : Þingbundið konungdæmi
Aðild að ESB: Frá 1. janúar 1995


Heimild: Norræna tölfræðiárbókin 2004.

Nánari upplýsingar um Norđurlönd

Upplýsingadeild Norrćnu ráđherranefndarinnar og Norđurlandaráđs gefur út ýmis konar efni sem getur nýst í kennslu. Sem dćmi má nefna Norrćnu tölfrćđiárbókina sem kemur út árlega en í henni má finna ýmsar stađreyndir um Norđurlönd.

Á vefsetrinu www.norden.org er ađ finna upplýsingar um öll sviđ norrćns samstarfs. Hér er einnig margs konar útgefiđ efni á pdf-skjölum ţar sem fjallađ er nánar um tiltekin sviđ – sem gefiđ er út sem pdf-skjöl.

Á vef norrćna skólanetsins, www.nordskol.org, er einnig ađ finna ítarefni sem tengist bókinni „Norđurlönd hafa ýmislegt fram ađ fćra" og margar hugmyndir sem geta nýst viđ kennslu.

© Informasjonsavdelingen, Nordisk Rĺd & Nordisk Ministerrĺd, Křbenhavn 2004