18

2. Ritgerđir norrÆnna rithöfunda

Í þessum kafla er sýnishorn af norrćnum bókmenntum. Fimm rithöfundar, einn íslenskur, einn danskur, einn norskur, einn sćnskur og einn finnskur skrifa á mismunandi hátt um það að búa á Norðurlöndum. Rithöfundarnir njóta allir viðurkenningar heima fyrir og þeir hafa jafnframt allir hlotið bókmennaverðlaun Norðurlandaráð s. Fjórir rithöfundanna hafa skrifað sérstaklega fyrir bókina „Norðurlönd hafa ýmislegt fram að fćra” en framlag Kari Hotakainens er brot úr bókinni Juoksuhaudantie (Skotgrafavegur) sem hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráð s fyrir árið 2004.

Einar Már Guðmundsson, Jan Kjćrstad og Henrik Nordbrandt hafa skrifað ritgerðir en Eva Ström ljóð. Textarnir varpa ljósi á ýmis af þeim málefnum sem fjallað er um annars staðar í bókinni, til dćmis hvað það þýðir að vera frá ákveðnum stað, hlutverk Norðurlanda í Evrópu nýrra tíma og hvort sú samfélagsgerð sem við höfum kosið á Norðurlöndum sé hin rétta.

Lesið og takið afstöðu!

Hvers vegna ekki er hćgt ađ vera áhorfandi

Um það að vera norskur á Norðurlöndum, í Evrópu, í heiminum

Eftir Jan Kjærstad

Fyrir allnokkru bjó ég í fáein ár í afrísku landi. Fjarlćgðin að heiman gerði það að verkum að ég kom auga á ýmsa vafasama þćtti í fari þjóðar minnar, sem ég hafði áður verið blindur á. Þar sem ég sat á stól undir rósviðartré í Afríku, álfu sem hrjáð er af stríði og hungri, neyddist ég til að horfast í augu viðþað hversu lítið við hugsum um aðra, að vandinn í samskiptum Noregs við heiminn, Evrópu og Norðurlönd er sú sjálfsblekking að í lagi sé að einangra sig. Eins og Pétur Gautur hefur Noregur allt of lengi lifað eftir einkunnarorðunum „að vera sjálfum sér nógur“.

Þar sem ég sat á stólnum mínum undir rósviðartrénu í bláfátćku Afríkulandi gat ég ekki lengur lokað augunum fyrir því að hafa alist upp í því horni heimsins sem nýtur einna mestra forréttinda og verndar. Í ćsku fór ég oft á norska þjóðminjasafnið í Osló. Ég man hvað ég var hissa á litlu timburhúsunum með torfþökum og opnum eldstćðum í stofunni. Ég gat ekki skilið að flestir Norðmenn hefðu búið svona fyrir 150 árum. Í kappsiglingu sögunnar var Noregur eftirbátur flestra í byrjun 20. aldar, eins og fúinn tíćringur með mölétin segl, en þegar leið að nýju árþúsundi skutumst við í fremstu röð, eins og glćsisnekkja í sérflokki, með fullan geymi eldsneytis og allan hugsanlegan rafbúnað.

Það eru auðvitað ýmsar ástćður fyrir þessum vaxtarkipp, en enginn getur neitaðþví að við höfum verið heppin, að eins konar Golfstraumur hefur komið okkur áleiðis. ˜mis gćði koma fljótandi alla leið til okkar á norðurhjaranum, og einmitt vegna þess hversu afskekkt við erum höfum við getað tekið þátt í að soga til okkar auðlindir annarra heimshluta, svo að segja án þess að skuggi falli á okkur. Við getum auðvitað dregið fram nokkra útgerðarmenn og frumkvöðla í iðnaði, en við vitum að forsendur velmegunarinnar er að mestu leyti að finna utan Noregs. Hćgt að líkja Noregi við botnlanga, ómerkilegt viðhengi sem fćr nćringu frá líkamanum án þess að leggja neitt af mörkum til heildarinnar.

Við getum líka velt fyrir okkur olíunni, sem vegur þyngst í digrum ríkissjóði okkar. Hvernig tókst okkur að nćla í hana? Á sjötta áratugnum héldu norskir sérfrćðingar því enn fram að engin von vćri til þess að olía fyndist í landgrunni okkar. En þegar erlend olíufyrirtćki sneru sér til norskra yfirvalda árið 1962 áttuðu menn sig á því að eitthvað vćri í gerjun. Fram að því höfðu Norðmenn aðhyllst kenningar þjóðréttarspekingsins Hugos Grotius um að „hafið eigum við saman því það er svo markalaust aðþað getur ekki tilheyrt neinum“. Nú þótti tímabćrt að gefa út konunglega tilskipun um lögsögu þjóðarinnar yfir norska hluta landgrunnsins. Ávinningurinn var gríðarlegur. Þegar ríkjum heims er raðað eftir landfrćðilegri stćrð er Noregur í um 60. sćti. Ef bćtt er við hafsvćðunum sem Norðmenn hafa náð yfirráðum yfir eru bara ellefu lönd stćrri en Noregur. Það merkilega er að þessi ótrúlega útþensla Noregs hefur aldrei staðið á stefnuskrá yfirvalda.

Þar sem ég sat undir rósviðartrénu í Afríkulandi þar sem hrćðilegur sjúkdómsfaraldur geisaði spurði ég sjálfan mig hvort þetta hefði kennt Norðmönnum auðmýkt. Svarið var nei. Þvert á móti rćður óánćgjan ríkjum. Og hrćðslan. Við viljum hafa auðćfi okkar í friði. Við hátíðleg tćkifćri rćðum við um samstöðu okkar með umheiminum og við verjum agnarögn af ofgnótt okkar í þróunaraðstoð, en reynum í raun að einangra okkur. Stefnan í málefnum innflytjenda er eitt skýrasta dćmiðum þetta. Við erum tortryggin í garð útlendinga, sérstaklega ef þeir koma frá löndum utan hins vestrćna heims. Þetta gerum við þrátt fyrir að búa í eyðilegu, nánast óbyggðu landi. Hvorki meira né minna en 96% flatarmáls Noregs eru órćktað land. Í Finnmörku einni, sem er gríðarstórt, nánast mannlaust landflćmi, vćri hćgt að koma fyrir litlu Evrópulandi með milljónum íbúa. Það mćtti halda að Norðmenn vildu hafa land sitt áfram ósnert, eða láta það vera einkasvćð i auðmanna. Við höfum sett ströng lög sem koma í veg fyrir inn- flutning fólks. Stefnan gagnvart flóttamönnum er líka hörð. Kannski höfum við auðgast of hratt. Kannski er það þess vegna sem við erum orðin svona lítt umburðarlynd, svona harkaleg í því að vísa fólki frá. Við höfum verið svo upptekin af því að standa vörð um eigin gćði að við höfum misst sjónar á kröfunni um mannúð og samstöðu með öðru fólki. Það liðu fimmtíu ár þar til Norðmenn höfðu tekið á móti jafn mörgum flóttamönnum og á sínum tíma flúðu úr landi til Svíþjóðar á þeim fimm árum sem seinni heimsstyrjöldin stóð yfir. Erum við svona gleymin? Af hverju skömmuðumst við okkar ekki á tíunda áratugnum þegar fulltrúi SÞ í málefnum flóttamanna fann sig knúinn til að benda á að það vćri erfiðara að fá hćli í Noregi, heimalandi Nansens, en í flestum öðrum evrópskum löndum? Þarna liggur meginþverstćðan í Noregi: Mikið pláss en lítið hjartarými.

Meðan ég dvaldi í blásnauðu afrísku landi, sem barðist fyrir því að auka utanríkisviðskipti sín, undraðist ég oft hvernig Norðmenn létu eins og þeir vćru sjálfum sér nógir. Þrátt fyrir að við eigum aðild að varnarbandalagi og Sameinuðu þjóðunum virðumst við lítinn áhuga hafa á samstarfi sem felur í sér að gefa jafn mikið af sér og maður tekur á móti. Tvisvar höfum við hafnað aðild að samfélagi evrópskra ríkja. Við erum orðin svo forrík að við höfum efni á því að loka umheiminn úti. Það er ekki fjarri lagi að líta á tilhneiginguna til að einangra okkur sem hliðstćðu við hugsunarháttinn í teiknimyndasögunum um Ástrík. Gaulversku nágrannaćttbálkarnir hafa beðið ósigur fyrir Rómverjum en „eitt lítið þorp veitir enn kröftuga mótspyrnu“ stendur í upphafi hvers heftis. Sömu orð mćtti hafa um Norðmennina óbugandi sem byggja stćrsta þorp heims. Eins og Gaulverjar Ástríks álítum við okkur ósigrandi, og olían er töfradrykkur okkar.

Rétt eins og Ástríkur verðum viðþó öðru hverju að fara að heiman, út úr þorpinu og héraðinu, einfaldlega vegna þess aðþar er ekki allt til alls. Jafnvel barn áttar sig á því. Ég man eftir fyrstu ferð minni til Svíþjóðar, til Strömstad, sem er skammt handan landamćranna. Gleðinni yfir því að koma á verslunarstað sem var fullur af varningi sem var ófáanlegur í Noregi. Töfraspil, fjarstýrðir hraðbátar, Skuggahringir, tyggigúmmí með himnesku bragði. Svo ekki sé nefnd fyrsta ferðin til Kaupmannahafnar, geðshrćringin sem því fylgdi að ganga inn um hlið Tívolís og sjá skemmtigarð sem sló öllu við sem við höfðum áður séð. Þá þegar óskaði ég þess að ég vćri ríkisborgari í Skandinavíu. Ástćðurnar eru að vísu aðrar nú, en það myndi ekki heyrast hljóð frá mér þó að landamćrin milli Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur yrðu afnumin nú með einu pennastriki. Ég myndi ekki gráta það eitt augnablik að þurfa að segja á torgi í Naíróbí, Lagos eða Harare að ég vćri skandinavískur frekar en norskur. Fyrir mér má gera Norðurlönd að einu ríki strax á morgun.

Fyrir okkur yrði það góð kennslustund í því að vera þátttakendur. Eitt af þekktustu myndskeiðunum frá Noregi er frá vetrarólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994 þegar veröldin öll fylgdist með því á sjónvarpsskjánum þegar þúsundir Norðmanna röðuðu sér upp í kringum íþróttavellina veifandi norskum fánum og hringjandi kúabjöllum, hamingjusamir yfir því að vera kallaðir „bestu áhorfendur í heimi“. Séð utan úr himingeimnum lítur Noregur líklega út eins og 2000 km langur áhorfendapallur úr graníti, fullur af hćgindastólum. Kannski er tilhneiging Norðmanna til að vera áhorfendur forsendan fyrir velgengni Stressle-stólsins, sem verið hefur ein best heppnaða útflutningsafurð landsins síðastliðinn áratug. Allt of margir Norðmenn lifa í þeirri trú að þeir taki þátt í heiminum með því að horfa á hann á sjónvarpsskjánum.

Þrátt fyrir seinni heimsstyrjöldina, og þrátt fyrir að við höfum nýlega sent herlið til átakasvćða, hefur okkur tekist að halda í eins konar hópsjálfsblekkingu um að hćgt sé að standa utan við alþjóðlegan óróa. Varfćrnar tilraunir okkar til að miðla friði líta nánast út eins og afsökun fyrir því að gera ekki meira. Við óttumst að framtíð okkar verði eyðilögð með aðild að evrópsku bandalagi. Við sjáum ekki að örlög okkar ráðast hvort sem er af öflum utan Noregs. Af því sem kallað er alþjóðavćðing. Stórpólitískum ákvörðunum, alþjóðasamsteypum, umhverfisvandamálum jarðarinnar, hryðjuverkum, efnahagssveiflum, HIV- og SARS-faröldrunum, fólksflutningum, stríðum. Norðmenn berjast með kjafti og klóm gegn því að verða Evrópuborgarar, en sjá ekki að þeir eru löngu orðnir heimsborgarar. Það verður því að vona að Norðmenn breytist úr ómeðvituðum heimsborgurum á áhorfendapalli í meðvitaða heimsborgara á leikvanginum sjálfum. Ég er ekki stuðningsmaður Evrópusambandsins í núverandi mynd ofvaxins skrifrćð isbákns sem skortir almennan stuðning í aðildarlöndunum, en ég myndi klappa Norðmönnum lof í lófa ef þeir tćkju þá afstöðu til aðildar í framtíðinni aðþeir vćru tilbúnir að fórna bćði hluta af sjálfsforrćði sínu og auði ef hún vćri jákvćð fyrir þróun Evrópu og heimsins.

Ég ímynda mér líka að Norðurlönd hafi ýmislegt fram að fćra á evrópskum vettvangi, og enn frekar á alþjóðavettvangi. Margir tala um að lýðrćðið eigi undir högg að sćkja og aðþað vanti hugmyndafrćði til mótvćgis við frjáls- og markaðshyggju. Í stað þess að segja að jafnaðarmennska á skandinavíska vísu hafi sungið sitt síðasta mćtti reyna aðþróa hana frekar, móta pólitískar og efnahagslegar lausnir sem smám saman og í sátt við vistkerfið gćtu leitt til aukins jafnaðar og réttlátari skiptingar þeirra gćða sem heimurinn hefur upp á að bjóða.

Ef Noregur tćki þátt í slíku samstarfi gćti það líka ýtt undir sköpunarkraft Norðmanna, hćfileikann til að hefja atvinnustarfsemi sem við gćtum haft okkur til framfćrslu við hlið olíunnar. Það skortir kannski lýðrćði í öðrum heimshlutum, en í Noregi skortir sköpunarkraft. Meginverkefnið sem þarf að takast á við nú er að breyta Norð- mönnum úr sífrandi þjóð í skapandi. Menntastig er hátt í norrćnu ríkjunum. Noregur gćti unnið með þeim, til dćmis að líftćknirannsóknum í því skyni að búa til nýjar framleiðsluvörur og að nýsköpun í þjónustu, ekki síst hugbúnaðarlausnum fyrir netverkin sem tengja saman heiminn og verða ć mikilvćgari.

Ég ćtla að enda á sama stað og ég byrjaði, undir rósviðartré í suðurhluta Afríku, þar sem meira að segja er skortur á pappír í skólunum. Þegar ég átti heima þar byrjaði ég að skrifa um Norðmenn sem eru svo þekktir að nöfnin eru orðin hluti af alþjóðlegum orðaforða. Ibsen, Hamsun, Grieg, Munch. Sköpunarkraftur og verk þeirra njóta viðurkenningar. Slíkir listamenn hafa alltaf verið meðvitaðir um stöðu sína þvert á landamćri, þeir hafa verið heimsborgarar. Við Eidsbugarden í Jötunheimum, í miðju norskasta héraði Noregs, í ríki Péturs Gauts, stendur minnismerki um rithöfundinn Aasmund Olavsson Vinje. Í fyrsta erindi kvćðisins „Þjóðerni“ fćrir hann í orð hugsun sem aldrei hefur átt betur við en nú: „ Ćðst finnst oss að hnýta í hjarta sér / og huga við Noreg band. / Þótt tryggðin sé mest við torfuna hér / má ei týnast né gleymast að heimurinn er / allur vort fangvíða föðurland.“

Jan Kjćrstad

Jan Kjćrstad, handhafi bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 2001, er einn af þekktustu nútímarithöfundum Noregs. Kjćrstad fćddist í Osló árið 1953. Hann er með embćttispróf í guðfrćði frá Oslóarháskóla. Árið 1980 hóf hann rithöfundarferil sinn með útgáfu smásagnasafnsins „Hnötturinn snýst hljóðlega“ (Kloden drejer stille rundt). Síðan hafa bćst við nokkrar skáldsögur og ritgerðasöfn. Hann var um skeið ritstjóri Vinduet (Glugginn), bókmenntatímarits bókaútgáfunnar Norsk Gyldendal.

Jan Kjćrstad dvaldi í Simbabve í tvö ár með konu sinni sem þar var við störf og fékk víðtćka innsýn í munnlega frásagnarhefð Afríkubúa. Orðið frásögn er lykilorð í verkum Jans Kjćrstads. Úr guðfrćðináminu þekkir hann vel allar frásagnir Gamla testamentisins. Hann sćkir einnig innblástur í helsta söguljóð hindúismans, „Mahabharata“, og í „Þúsund og eina nótt“. Áhrifin frá síðastefnda verkinu má merkja af titli myndabókar sem hann gaf út 1995, „Hjá Sheherasad, drottningu ímyndunaraflsins“.

Líf einstaklings er samsafn óteljandi frásagna. Að áliti Jan Kjćrstads er ómögulegt að skrifa eina ćvisögu sem tekur til allra þátta í lífshlaupi einstaklings. Þriggja binda verk hans um Jonas Wergeland er dćmi um þessa hugsun. Það eru þrjár mismunandi útgáfur af sömu ćvisögu sem leggjast hver ofan á aðra, þvert á alla tímaröð, samfellu og orsakasamhengi.

Vanahugsun og draumsýn

eftir Henrik Nordbrandt

1.

Fyrir mörgum árum fór ég frá landinu þar sem ég fćddist og óx úr grasi vegna þess að mér fannst tóm fífl í kringum mig.

Þessa setningu hefði ég á þeim tíma líklega tćpast verið fćr um að hugsa, og þótt svo hefði verið hefði ég ekki undir neinum kringumstćð um fest hana á blað. Uppeldi mitt hafði búið mig virkri sjálfsgagnr ýni. Einmitt þess vegna finnst mér setningin hćfa vel sem upphafsorð.

Enda talaði ég sjálfur tungumál fíflanna. Ég verð raunar að viðurkenna að ég talaði það ekki einungis heldur er það líka um seinan að breyta því. Ég get ekki skipt um tungumál. Hins vegar get ég gagnrýnt það því ég þekki það innan frá þrátt fyrir allt.

Á heimspekilegum grunni mćtti ef til vill halda því fram að það hljóti að vera Guð sem hefur skapað mál fíflanna, annars hefði Guð alls ekki verið þar að finna. Því varla rúmast hann annars staðar.

Þannig kemst ég að orði núna en ég hlýt að hafa haft sama skilning mjög snemma á lífsleiðinni því mér fannst fullorðna fólkið segja ósatt þegar það talaði um Guð. Eða þá aðþað vćri að reyna að telja mér trú um eitthvað sem gat ekki verið að það tryði sjálft. Því meira sem það lagði sig fram, þeim mun kergjulegar þrjóskaðist ég við. Í laumi, gćti ég bćtt við, því ég vissi að það vćri til einskis að láta efasemdir mínar í ljósi. Þaðmundi bara herða hina fullorðnu í viðleitni sinni.

Nú gćti einhvern ef til vill langað til að spyrja: „Hvernig gat lítið barn hugsað svona ígrundað og rökrétt?“

Því er til að svara að það gat það vegna þess að það hafði ekki enn tileinkað sér mál fíflanna. Að minnsta kosti ekki í þeim mćli að það hefði bitnað á vitsmunum þess. Allir sem muna fyrstu bernskuár sín vita hversu rökrétt lítil börn hugsa og hversu erfitt er að gabba þau. Það er ekki fyrr en búið er að eyðileggja heila þeirra með orðaveirum á borð við „Vor Guð er borg á bjargi traust“ eða „Drottinn er minn hirðir“ o.s.frv. sem hćgt er að fá þau til að taka alls konar ósköp gild.

Ég átti líka pabba (eða „föður“) og vissi þess vegna að feður voru óralangt frá því að vera fullkomnir. Þannig að orðin „Faðir vor, þú sem ert á himnum“ hljómuðu heldur heimskulega í mínum eyrum. Ég gat ekki fallist á að sá sem hafði skapað allt í heimi, jörðina alla, höfin og stjörnuhimininn, vćri faðir. Og vegna þess að Jesús lét einmitt að því liggja að hann vćri sonur þessa sama óhugsandi föður fór ég líka að skynja hann sem skrítinn ruglukoll. Sýn mín á píslarsöguna var nokkurn veginn sambćrileg við það sem Monty Python lét seinna í ljósi í myndinni Life of Brian.

Ég veit vel að einhverjum mun finnast þessar athugasemdir ögrandi. Það er ekki ćtlun mín að ögra einum eða neinum heldur að leggja skynseminni lið. Eins og staðan í heimsmálunum er núna finnst mér það brýn nauðsyn. Til öryggis vil ég bćta því við að þó að virðing mín fyrir trúarbrögð um sé afar fyrirferðarlítil virði ég tilfinningar fólks og þar með einnig þćr sem tengjast trú.

2.

Í hléi sem ég gerði á ritun þessara hugleiðinga settist ég inn á kaffihús og ígrundaði hvort ég hefði ekki valið alrangan formála að umfjöllun um efnið Norðurlönd og Evrópusambandið. Svolítið annars hugar opnaði ég dagblað sem lá á borðinu á kaffihúsinu og kom þá auga á grein sem sagði frá því að nú vćru sterk öfl í ESB sem vildu að Guð hlyti sess í nýja stjórnarskrársáttmálanum sem verið er að undirbúa.

Jesús, María mey og heilagur andi eiga þá vćntanlega líka að vera með. Fćr fjandinn líka sinn stað, eða hvað? Þar mćtti kannski hafa Ameríkana með í ráðum því þeir virðast nokkuð djöflahneigðari en Evrópubúar. Líklega er það heldur ekki algjör tilviljun að Bandaríkin hafa verið kölluð „Hinn mikli Satan“.

Í sömu grein kom reyndar fram að fulltrúi frá Vatíkaninu vćri þeirrar skoðunar að Hinn mikli faðir ćtti endilega að vera meðlimur í ESB til þess að komast hjá styrjöldum í framtíðinni. Honum virtist algjörlega hafa sést yfir þá staðreynd að í meira en 1000 ár var megnið af styrjöldum heimsins háð í nafni þessa sama föður.

Eftir setuna á kaffihúsinu sný ég því með góðri samvisku aftur til atviks úr ćsku minni:

Í tíma í „Biblíusögum“, eins og það var kallað í þá daga, spurði kennarinn mig:

„Hvað sagði Jesús við þá skriftlćrðu í musterinu?“

Auðvitað hafði ég ekki hugmynd um það. Maðurinn var ekki aðeins þekktur fyrir ríka trúarsannfćringu sína heldur líka fyrir skyldurćkni þegar kom að beitingu líkamlegra refsinga, blanda sem þá var ekki óalgeng í grunnskólum. Svo ég hugsaði mig afar vandlega um og sagði síðan alveg sannleikanum samkvćmt:

„Það er ekki vitað. Því það er mjög langt síðan og enginn þeirra sem voru viðstaddir þá er á lífi núna.“

Ég fékk dúndrandi löðrung fyrir vikið og var vísað út úr tíma. Það síðara var fyllilega löðrungsins virði.

En þrátt fyrir það var mér misboðið. Á sama hátt og mér vćri misboð ið núna ef reynt vćri að þvinga mig til að lifa eftir reglum sem hirðingjar í Miðausturlöndum töldu fyrir þúsundum ára að faðirinn mikli á himnum hefði sett þeim. Það er undarleg og ömurleg staðreynd að stór hluti leiðtoga heimsins reynir að réttlćta gjörðir sínar með tilvísunum til vilja þessa sama himneska föður.

Sama fólk og gengur um göturnar og talar hvert við annað gegnum gervihnetti og horfir á myndir í sjónvarpinu af fjarlćgum himintunglum sem eru sendar til jarðar úr manngerðum geimflaugum trúir á heimsmynd sem gerð var í fornöld. Hefðbundin vanahugsun er greinilega skynseminni yfirsterkari.

Trúarbrögð eru vandamál sem er tiltölulega lítill gaumur gefinn. Athyglin sem beinst hefur að íslam á seinni árum hefur einungis fćrt vandann um set án þess að reyna að komast að rótum hans. Trúarbrögð staðhćfa að þau búi yfir vitneskju um ćðri máttarvöld sem engin manneskja nokkurn tíma frá árdaga til dagsins í dag hefur getað sannað að séu til. Ríki sem fellir ákvćði um slíkt inn í stjórnskipan sína mun, eftir því sem ég best fć séð, óhjákvćmilega njörvast niður í dulrćnu og því fela í sér meira eða minna hulda stigskiptingu. Þess vegna getur samfélag þar sem ekki eru algjör skil milli ríkis og trúarbragð a aldrei orðið fyllilega lýðrćðislegt.

3.

Það voru Norðurlöndin og staða þeirra eftir stćkkun Evrópusambandsins sem átti að vera viðfangsefni þessa pistils. Þessi mikla áhersla sem ég hef kosið að leggja á persónulega reynslu mína stafar af því að hið persónulega fellur í þessu samhengi svo mjög að ákveðnum grundvallaratrið um.

Í mínum augum er Evrópusambandið með öllum sínum misfellum og göllum fögur draumsýn. Þess vegna skiptir miklu máli að sópa öllu gömlu ryki fram úr hornunum. En það er ekki alltaf sem eigendur hornanna koma sjálfir auga á rykið. Ég tel sjálfum mér trú um að ég geti það vegna þess að ég hef verið svo lengi í burtu frá því. Þegar ég skrifa þetta endurlifi ég norrćnan bakgrunn minn úr 30 ára fjarska og í þokufullu myrkrinu í nóvember verður rykið sjálflýsandi.

Skrautfléttur úr greni hafa verið hengdar upp úti á götu. Jólin nálgast. Og eftir að hafa hatað þá hátíð í heilan mannsaldur held ég að ég sé loksins farinn að láta mér hana vel líka, ekki endilega sem hátíðahöld í tilefni af fćðingu Jesú, heldur sem norrćna vetrarhátíð, það má kalla hana heiðna ef vill. Ég ćtla að taka þátt í henni, sćttast við hana, láta myrkrið soga mig að sér og horfa á nýja birtu rjúfa það.

Þessa dagana geng ég um götur Kaupmannahafnar og stend sjálfan mig aftur og aftur aðþví að gleðjast yfir ljómandi jólaskreytingunum. Ég veit mćtavel að þćr eru merki um gróðahyggju sem ég þoli ekki. Og uppspennta innkaupaćðið eins og það leggur sig er fremur fráhrindandi. En hvað öll ljósin eru samt dásamleg! Og hvaðþað vćri dapurlegt án þeirra!

Fćstir danskir sálmar höfða til mín á nokkurn hátt. Mjög margir þeirra fylla mig nokkru sem ég get því miður ekki lýst nema sem viðbjóði, en stöku jólasálma fellur mér í rauninni vel við. Með tímanum hefur mér tekist að hafa kristið innihald þeirra að engu og skynja þá svona eins og nokkurs konar lofsöngva seiðmanna til myrkursins, endaloka ársins og endurreisnar birtunnar.

En vegna þess að jólin eru líka tími sátta vil ég biðja þá geðþekku guðfrćðinga sem ég hef hitt í áranna rás að fyrirgefa mér hvassyrði mín um trúarbrögðin. Og síðan getum við vel tekið saman undir sálminn „Hin fegursta rósin er fundin“.

4.

Fólk með íþróttadellu mun ég aftur á móti eiga rétt á að hata áfram heils hugar. Þegar ég var neyddur til að spila fótbolta í skóla vakti ég athygli á því að þetta vćri ljótur og ofbeldisfullur leikur. Það eitt að sparka er tjáning á ofbeldi. Mótmćli mín voru ekki bara virt að vettugi, þau urðu líka til þess að ég var lagður í einelti. Frá því ég man fyrst eftir mér hefur mér fundist að íþróttir og stríð séu tvćr hliðar á sama máli og að hvorugt gćti verið til án hins. Það var ekki fyrr en nýverið að ég komst aðþví aðþetta álit mitt var ekki eins frumlegt og ég hélt sjálfur. Forn-Grikkir litu á íþróttir sem undirbúning og nám í stríðsrekstri.

Ófáum sinnum hefur legið við að ég kćmist í alvarleg vandrćði þegar ég hef viðrað skoðanir mínar á íþróttum almennt og sérílagi fótbolta. Síðast var það í Istanbúl fyrir mánuði þegar ég var spurður með hverjum ég héldi og svaraði að mér vćri ómögulegt að halda með fíflahópi, hvort sem hann vćri í rauðum peysum eða bláum. Nokkrum dögum eftir að ég fór burt jöfnuðu sjálfsmorðssprengjur hverfið sem ég bjó í við jörðu. Ég gat ekki annað en hugsað til þess hversu mjög áhorfendur á fótboltaleik minna á þá ofstćkisfullu brjálćðinga sem sprengja sjálfa sig og samborgara sína í loft upp. Þetta efni er svo viðkvćmt að manni ber að stilla sig um að tjá sig um það opinberlega.

„Við unnum!“ ćpir fólk hvert framan í annað þótt það hafi sjálft aðeins verið áhorfendur og ekki á nokkurn hátt tekið þátt í leiknum sem var reyndar algjörlega tilgangslaus í sjálfum sér. En bendi maður fólki á það fáránlega í aðstćðunum er maður álitinn fífl sjálfur eða verður fyrir líkamlegu ofbeldi ef allt fer á versta veg.

5.

Bandaríski sagnfrćðingurinn og rithöfundurinn Barbara W. Tuchman lýsir í bók sinni The March of Folly eða Framrás glópskunnar fjórum tímabilum í mannkynssögunni þar sem maðurinn hefur hagað sér einstaklega heimskulega. Það gerir hún, held ég, vegna þess að þrátt fyrir svartsýnina elur hún með sér veika von um að hćgt sé að lćra af sögunni.

Þegar ég horfi á mína eigin kynslóð veit ég ekki hve mikið hún hefur lćrt af sögu sinni. Hún hefur snúist frá fátćkt til ríkidćmis, frá Bandaríkjahollustu til andamerísku, frá trúrćkni til efnishyggju, frá byltingarrómantík til alrćðisstefnu. En ég er vísast ekki rétti maðurinn til að dćma hana því mér hefur aldrei almennilega fundist ég tilheyra henni. Þegar námsmenn, sem höfðu allt fram á árið 1967 setið í fyrirlestrasölum og gleypt þegjandi við öllu sem prófessorar þeirra sögðu, jafnvel þótt það vćri skelfilegt, stukku svo nćsta ár vígreifir fram allir sem einn og fóru að vćla í kór hafði ég fengið nóg. Ekki vegna þess að ég vćri ekki sammála þeim, það var ég að langflestu leyti, heldur vegna þess að ég fann fyrir svo mörgum fölskum tónum í kórnum.

Ég fór burt. Ég var búinn að fá nóg af fíflunum og hugarfarinu sem sagði: „Við unnum“ og „við höfum á réttu að standa“. Nú gátu þau tekið sinn Föður og Son og Grundtvig hans og hjólreiðakappana sína og fótboltann sinn og djassinn sinn og lúðrasveitirnar og Elvis og Beatles og Rolling Stones og jesúhippa og búddistahasshausa og frönsku tilvistarstefnuna og Marx og Maó og hrćrt vel í, og þá kćmi örugglega í ljós að þau fengju einmitt þessa flatneskjulegu dönsku lifrarkćfu sem var í rauninni það eina sem þau lifðu fyrir!

Nokkurn veginn svona hugsaði ég þótt ég hafi sjálfsagt notað önnur orð, ef ég hugsaði þá í orðum.

Það liðu mörg ár þangað til það rann upp fyrir mér að ég hafði brugðist svona við vegna þess að ég hafði sjálfur hugsað á máli fíflanna eða að minnsta kosti breytt á forsendum þeirra. Í stað þess að greina rökrétt það sem hafði þjakað mig alla ćskuna og gera eitthvað uppbyggilegt til þess að breyta því hljópst ég á brott. Ég lét óbeit mína reka mig á flótta frá veruleikanum. Ég hafði þrástarað svo á galla míns eigin lands að ég skynjaði fyrirbćri eins og trúarbrögð og íþróttir sem sérdönsk. Það stafaði að einhverju leyti af því að ég var ekki enn farinn að skoða mikið af heiminum. Að koma til Grikklands í fyrsta sinn var mér eins og kraftaverk, lausn frá öllu þessu norrćna. Grugguga myrkrinu þar sem ég sá fyrir hugskotssjónum presta og knattspyrnumenn skríða um eins og hvíta maðka. Og hefði ég ekki farið hefði ég ef til vill haldið áfram að ala þessa ranghugmynd með mér og blessunarlega gleymt því að í ćsku og snemma á unglingsárum hafði ég einmitt lagt rćkt við hið norrćna, Astrid Lindgren, Selmu Lagerlöf, Knut Hamsun, Johannes V. Jensen og jafnvel Thit, systur hans, og heildarverk Palle Lauring um sögu Danmerkur. Svo ég nefni bara nokkur nöfn af handahófi.

6.

Ég lćrði kínversku og gleymdi henni. Síðan tyrknesku og arabísku sem ég hélt áfram með. Ég stafaði mig í gegnum Kóraninn á arabísku. Með öndina í hálsinum, svo að segja. Formlega séð hlýtur sú bók að vera eitt af helstu meistaraverkum veraldar þó að í því sé að finna svo grimmilega kafla að jafnvel múslimar vilja helst ekki vita af þeim. (Það hefur Salman Rushdie meðal annarra mátt sannreyna.)

„Þeir sem heyja stríð gegn Allah og Sendiboða Hans og kynda undir óöld í landinu skulu að launum af lífi teknir, krossfestir eða handhöggnir og fóthöggnir sitt hvoru megin, ellegar reknir úr landi. Það skal þeim til smánar verða í þessu lífi og baka þeim þunga refsingu í hinu nćsta.“ (5/33)

„Þeim sem rengja opinberanir vorar munum Vér í Eldinn varpa. Jafnskjótt og húð þeirra er brunnin fćrum Vér þá í nýja húð, svo aðþeir megi kenna refsingarinnar. Sjá, máttugur er Allah og vitur.“ (4/56)

Þannig komst ég að því að það voru ekki einungis ég og samborgarar mínir sem töluðu mál fíflanna. Það var alþjóðlegt eða „ummyndað“ eins og það heitir í málmyndunarfrćði Noams Chomsky.

Árið 1972 þegar þjóðaratkvćðagreiðsla var haldin um inngöngu Dana í Evrópubandalagið kaus ég með henni, vinstrisinnuðum vinum mínum til hneykslunar. Í ljósi þess sem ég hef skrifað hér liggur líklega í augum uppi hvers vegna ég var fylgismaður bandalagsins. Mér fannst Danmörk lítill innilokaður klefi. Mig langaði í stórt hús sem helst átti að vera eitt risastórt herbergi.

Nú veit ég að í húsi eiga að vera mörg herbergi, bćði lítil og stór. Sérherbergi og samt þannig úr garði gerð að úr hverju þeirra sé aðgangur að öllum hinum

Henrik Nordbrandt

Danska ljóðskáldið Henrik Nordbrandt (f. 1945) hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráð s árið 2000 fyrir ljóðabókina Draumabrýr (Drömmebroer). Fyrsta bók hans, Ljóð (Digte), kom út árið 1966. Á fáeinum árum þróaði hann með sér ljóðmál sem er alfarið hans eigið. Hann hefur hrifist af jafnt bandarískri, evrópskri sem norrćnni ljóðlist, meðal annars verkum T.S. Eliot og Gunnars Ekelöf. Ljóð hans geta verið bćði táknrćn og táknsöguleg.

Skömmu eftir að fyrsta bók Henriks Nordbrandt kom út flutti hann til útlanda og hefur búið langdvölum í Grikklandi, á Spáni og í Tyrklandi. Flestar af rúmlega tuttugu ljóðabókum sínum hefur hann skrifað við birtu Miðjarðarhafsins með sínum klassísku skörpu dráttum – og með nútímalegri, nćstum eirðarlausri, tilfinningu fyrir vanmćtti og hverfulleika persónuleikans.

Auk ljóðabókanna hefur Henrik Nordbrandt skrifað tvö ritgerðasöfn, tvćr barnabćkur, glćpasögu, matreiðslubók og dagbók. Útgefandi hans í Danmörku er Gyldendal en verk hans hafa verið þýdd á norrćn og mörg önnur evrópsk tungumál.

Miđjan hvílir undir iljum ţínum

Einar Már Guđmundsson

Eitt regnţungt síđdegi,
á skipi úr víđförlum draumi,
kom sagnaţulurinn Hómer til Reykjavíkur.
Hann gekk frá hafnarbakkanum
og tók leigubíl sem ók međ hann
eftir regngráum götum
ţar sem dapurleg hús liđu hjá.

Viđ gatnamót sneri sagnaţulurinn Hómer
sér ađ bílstjóranum og sagđi:
"Hvernig er hćgt ađ ímynda sér
ađ hér í ţessu regngráa
tilbreytingarleysi búi söguţjóđ?"
"Ţađ er einmitt ástćđan," svarađi bílstjórinn,
"aldrei langar mann jafn mikiđ
ađ heyra góđa sögu og ţegar droparnir
lemja rúđurnar."
...

Í Guðsgjafaþulu eftir Halldór Laxness segir bolsévikinn við sögumann: „Hvílík eymd að vera smáþjóðarmaður, segir Engels á einum stað, mig minnir í bréfi frá London. Til að mynda hitti ég um daginn Íslending og sagði hann mér að unaðslegustu ćskuminningar sínar vćru bundnar lyktinni af úldnum grút í fjörunni og maurétnum þorskhausum sem lágu til þurrks upp á görðum.“

Íslendingar geta hrósað happi yfir að hafa ekki þurft að reisa minnisvarð a af Þjóðverjanum Friedrich Engels innan um maurétna þorskhausa og úldinn grút í fjöru hins brimkalda lífs og mćtti nefna fleiri sendingar frá Þjóðverjum og öðrum voldugum þjóðum sem gott hefur verið að vera án.

Á hinn bóginn fer ekki á milli mála að ein af rótum íslenskrar sjálfstćð isbaráttu er að finna í rómantíkinni þýsku. Þau íslensku skáld sem að mörgu leyti lögðu grunninn að sjálfsvitund þjóðarinnar á nítjándu öld voru undir sterkum áhrifum frá Heinrich Heine og öðrum þýskum skáldum.

Það er ekki aumt að vera mótaður af rómantískum skáldum sem líka áttu sinn þátt í að endurreisa tungumálið. Þau bjuggu til ný orðum himintunglin og stjörnurnar. Félagsskapur þeirra hét Fjölnir, en svo heitir íþróttafélagið í hverfinu þar sem ég bý. Það er ungt félag, enda hverfið frekar nýtt.

…

„Ég er afkomandi hraustra, bláeygra víkinga. Ég á ćtt að telja til hirð- skálda og sigursćlla konunga. Ég er Íslendingur. Nafn mitt er Tómas Jónsson. Ég er gamall. nei nei “

Þannig hefst skáldsagan Tómas Jónsson Metsölubók eftir Guðberg Bergsson, en sú bók telst eitt af tímamótaverkum íslenskra nútímabókmennta.

Tómas Jónsson er ellićr skrifstofumaður sem rifjar upp ćvi sína. Einhverju sinni er hann að útbúa vegabréf í huga sér og skráir í reitinn fyrir starfsheiti: playboy. Tómas bregður sér í allra kvikinda líki, oftast í huganum.

Nú er það svo að allar þjóðir velta því fyrir sér hverjar þćr eru og horfa á heiminn af þeim hóli sem þćr sjálfar standa á. Ég var eitt sinn að lesa úr verkum mínum í Englandi, nánar tiltekið á bókmenntahátíð í borginni Cheltenham.

Þegar upplestri lauk og umrćður hófust sagði ein konan í salnum: „You seem to have a very English sense of humor.“

Konan var að hrósa mér, en orð hennar eru líka til marks um það hvernig hrokinn er stundum vaxinn inn í tungumálið, þegar hin fornu stórveldi telja jafnvel kímnigáfuna séreign sína.

Þannig hefur sagan prentast inn í huga þeirra, en líklega er þó hlegið í öllum löndum og oft að mjög svipuðum hlutum.

Lítill strákur sá fána í hálfa stöng. Hann spurði pabba sinn af hverju fáninn vćri svona. Pabbi hans sagði aðþað vćri af því að einhver hefði dáið.

„Nú, hann hefur þá ekki náð að hífa hann alla leið,“ sagði strákurinn.

…

Ég: Óli hefurðu tekið eftir því hvað dúfurnar eru með litla hausa?
Heldurðu að þćr séu ekki með neinn heila?
Óli: Nei þćr eru með vćngi. Til hvers ćttu þćr að vera með heila?
Ég: Meinarðu að það sé betra að vera með vćngi en heila?
Óli: Ég held að það vćri best að vera með vćngi á heilanum.

Þetta eru samrćður tveggja drengja úr skáldsögu minni Vćngjasláttur í þakrennum. Í fyrstu fundust mér þetta ósköp venjulegar samrćður, en smám saman hafa þćr orðið boðskapur minn.

Ég er með öðrum orðum að segja að við þurfum skáldskap í líf okkar. Við þurfum anda. Við þurfum flug. Vćngi á heilann.

Nútíminn býður upp á margvíslegar flóttaleiðir og því skiptir máli að finna þennan anda, þetta flug, vćngina.

Eða kannski ekki að finna, heldur leita, stöðugt að leita… Að leita að innihaldi í lífinu er innihald lífsins.

…

„Ég er afkomandi hraustra, bláeygra víkinga.“

Já kannski er lítill Tómas Jónsson í okkur öllum, eða að minnsta kosti í mér, því í annað sinn var ég staddur í London og hafði meðferðis fyrstu skáldsögu mína Riddarar hringstigans í handriti á ensku.

Ég hringdi í útgefanda úr símaklefa við Leister Square og spurði hvort ég mćtti rćða við hann um verk mín. Útgefandinn spurði mig fyrir hvað ég stćði. Ég sagði aðþað vćri ný gerð af raunsći, svonefnt ísbjarnarraunsći. Hann bað mig koma rétt fyrir lokun.

Ég gaf mér góðan tíma til að finna aðsetur hans, fór síðan á nćstu krá og hressti mig með hverfisbúum, en var mćttur á umsömdum tíma.

Þegar ég heilsa útgefandanum og kynni mig segir hann: „Má ég spyrja, hví komið þér alla þessa leið með handrit yðar, af hverju hagnýtið þér yður ekki póstþjónustuna?“

Ég var svo hissa á spurningu mannsins að ég vissi ekki fyrr til en ég hafði sagt: „Forfeður mínir, víkingarnir, sigldu sólarhringum saman yfir hafið, bara til að lesa eitt ljóð fyrir kónginn.“ …

Ekki tala um
stórar þjóðir og litlar þjóðir,
útkjálka, heimshorn og jaðra.
Þetta er hnöttur; miðjan
hvílir undir iljum þínum
og fćrist úr stað og eltir
þig hvert sem þú ferð.

En Íslendingar, hverjir erum við? Kóngar sem ekki vildu lúta neinum kóngi? Því viljum við sjálfir trúa. Einhver spaugari sagði mér aðþegar fyrstu skattalögin voru kunngerð í Noregi þá flýðu allir sem kunnu að lesa til Íslands.

Almennt er þó álitið að Íslendingar séu Norðmenn sem blandast hafi Írum. Hið norrćna og keltneska rennur saman í sígildum bókmenntum Íslendinga. Sumarið 2003 var haldin keppni á Akranesi um það hver vćri rauðhćrðastur á Íslandi og fékk vinningshafinn flugmiða til Írlands.

En hljóta ekki 280.000 manns á eyju norður í höfum að vera sérvitringar, enda eru til kenningar sem segja að landnámsmennirnir sem fyrstir komu til Íslands hafi verið á leiðinni eitthvað allt annað en orðið strandaglópar.

Þeir munu hafa lagt skipum sínum og gengið á land en skipin voru horfin þegar þeir komu tilbaka. Þá voru engir flugvellir, ekkert Saga Class í tilverunni, en viðskiptafarrýmið hjá Flugleiðum er kennt við sögu. Landnám Íslands tók sextíu ár, en menn hefðu verið snöggir að þessu ef flugvélar hefur verið komnar til sögunnar.

En af því að við erum eyjaskeggjar erum við á stöðugu flakki. Eyjabúinn horfir á hafið og veltir fyrir sér ćvintýrunum handan þess. En þegar hann er kominn burt uppgötvar hann að ćvintýrin voru allan tímann í kringum hann. Þá snýr hann við en tekur áhrifin að utan með sér. Á þann hátt erum við Íslendingar alltaf í viðrćðum við heiminn. Við erum við sjálf en lćrum af öðrum.

Og kannski er heimurinn ekkert mikið stćrri en við. Ég meina, það er hugsanlegt aðþað séu bara 280.000 manns í heiminum og hinir séu bara ljósrit af okkur, en að hér á klettaeynni sé eitt eintak af hverjum.

Með öðrum orðum: Þegar þjóðir eru fámennar skiptir hver einstaklingur miklu máli.

…

Oscar Wilde sagði aðþað hefði verið heppni norrćnu víkinganna sem fundu Ameríku löngu á undan Kólumbusi að týna henni aftur.

Það er í raun alveg sama hvaða Íslending við tökum sem dćmi. Hann endar alltaf með einum eða öðrum hćtti í fortíðinni: við hlið bláeygra víkinga, hirðskálda og konunga, einsog Tómas gamli Jónsson.

Þetta gerir okkur auðvitað dálítið rembingsleg með köflum, en losar okkur líka undan minnimáttarkennd af ýmsum toga. Við erum smáþjóð en lítum á okkur sem stórveldi. Það hefur verið sagt að aðrar þjóðir geti þakkað fyrir hve fámenn við erum. Á seinni hluta tuttugustu aldar háðum við tvö stríð um fiskimiðin við Breta og unnum þau bćði.

Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson var eitt sinn spurður að því á norrćnni rithöfundaráðstefnu í frekar niðrandi tóni hve margir byggju í Reykjavík. Merkingin undir yfirborði spurningarinnar var hvort eitthvað merkilegt gćti komið úr svo fámennum stað. Thor svaraði því til að í Reykjavík byggju álíka margir og í Flórens á tímum Dantes.

…

Ég hef heyrt því fleygt að söngkonan Björk hafi verið spurð að því á blaðamannafundi í Englandi eða Bandaríkjunum hverjir vćru helstu persónuleikar í menningarlífi Norðurlanda. Hún mun hafa svarað að það vćru Karíus og Baktus.

Eins var ég einu sinni vitni aðþví þegar annað íslenskt söngvaskáld, Megas, sat á spjalli við fćreyskan kollega sinn. Sá fćreyski segir við Megas að það sé mál manna í Þórshöfn að hann sé Megas Fćreyja. Þá segir Megas: „Já, ég hef líka heyrt að það sé einn í USA.“

…

Nei, ég er svo sem enginn sérfrćðingur í því hvernig þjóðir lifa af, en það gera þćr líklega alveg óháð öllum skýringum á því hvers vegna þćr gera það. Það er auðvelt að reikna þjóðir út af landakortinu og útskýra þćr burt.

Þjóðum er stundum raðað upp einsog lögum á vinsćldalista og svokallaðar stórþjóðir gera tilkall til landa og auðlinda.

Nú myndu margir gáfaðir menn álykta sem svo, að fámennar þjóðir einsog Íslendingar, með dreifðar byggðir, eigi sér lítinn tilverurétt, nema sem verstöðvar og ferðamannastaðir fyrir sérvitringa.

En þannig er málum ekki háttað: Alþjóðavćðingin veitir þjóðum sem okkar aukna möguleika. Miðpunktarnir í veröldinni fćrast úr stað, hugvitið getur komið alls staðar frá. Arðbćr samstarfsverkefni á milli þjóða fćrast stöðugt í aukana.

Hugvitið er öflugasta auðlind nútímans og hefur í þeim skilningi þurrkað burt margvísleg landamćri, gert þau með öllu óþörf. Alþjóðavćð ingin hefur líka fćtt af sér meðvitund um sérstöðu hins stað- bundna. Það er einmitt í slíkri togsreitu sem miklar bókmenntir hafa oft orðið til. Að taka þátt í alþjóðavćðingunni án meðvitundar um hið staðbundna er einsog að búa á tunglinu.

Ungt fólk í dag gerir miklar kröfur. Ef staðurinn uppfyllir ekki óskir þess þá bara fer það. Það skiptir minna og minna máli hvar maður er. Þetta speglast í flutningi inn á þéttbýlissvćðin, en líka í flutningi á milli landa. Unga kynslóðin í dag er kynslóð heimsborgara.

Þessi staða gerir miklar kröfur til okkar. Við þurfum að halda uppi gćðum þess nútímalífs sem veitir ungu fólki möguleika á að taka þátt í framþróuninni, en líka að styrkja hið staðbundna ónćmiskerfi með þeim hćtti að þetta sama unga fólk finni sín tengsl við umhverfið, já vilji, þegar til lengdar lćtur, búa heima hjá sér.

Þess vegna skiptir hin menningarlega frjósemi máli, að sköpunarkrafturinn sé virkjaður. Viðþurfum að vera raunsć og framkvćma hið ómögulega. Eða með öðrum orðum: allt þarf að vera í stöðugri endurskoð un, ekkert má taka sem gefið.

Þegar við lesum gömlu rómantísku skáldin vitum við að þau hafa ekki gengið í gegnum sama heim og við, þau hafa ekki hlustað á rokktónlist, þau hafa ekki verið á netinu. En þannig þurfa tímarnir að kveðast á og rćða saman.

…

Í heiðni bjuggu guðirnir í Ásgarði, en Ásgarður var mitt inni í Miðgarði og þar áttu mennirnir heima. Þegar Miðgarði sleppti tók Útgarður við, hin villta náttúra, örćfi og klappir, og hún náði alveg heim að hafinu, en þar bjuggu jötnarnir, óvinir guðanna. Jötnarnir héldu því fram að þeir vćru eldri en guðirnir og heimurinn því með réttu þeirra.

Ég ćtla ekki að hćtta mér út á hálan ís goðafrćðinnar, en bendi á kenningar frćðimanna sem halda því fram að þessi heimsmynd heiðninnar svari til íslenska bóndabćjarins sem stendur einn úti í víð- áttunni, í stöðugum átökum við óblíða veðráttu.

Öld fram af öld var Ísland landbúnaðarþjóðfélag og bændur eini rótfasti þjóðfélagshópurinn þó að þeir hafi á síðustu árum verið í stöðugri útrýmingahættu.

Miðgarður, Útgarður, býlið og óbyggðin.

Í byrjun tuttugustu aldar voru sjávarþorpin fulltrúi hins illkynjaða jötnaheims, sem herjaði á sveitirnar og ýtti við upplausn þeirra. Sjósóknin dró unga sveina frá Miðgarði til Útgarðs, þar sem spillingin þreifst í mótsögn við hið heilbrigða og menningarlega sveitalíf.

Eftir seinna stríð breytist þetta mynstur á þann veg að borgin og landsbyggðin verða fulltrúar þessara andstæðu heima, þó með öðrum hætti sé.

Náið samband okkar við fortíðina helgast ekki síst af því hve ung við erum sem sjálfstæð þjóð, já hve nýr nútíminn er hjá okkur.

Á Íslandi er engin þriggja alda iðnaðarsaga, engar „glæstar stéttir“ sem öldum saman hafa lífað við ríkidæmi og sálarflækjur. Sjúkdómar sem herjað hafa á einangraðar yfirstéttir hafa helst tekið sér bólfestu í afskekktum fjörðum á Íslandi.

Okkar sögu svipar til sögu „þriðja heimsins“ að því leyti hve stór hluti hennar er saga nýlendu og vegna þess hve nútíminn hellist skyndilega yfir okkur og lendir í harkalegum árekstri við fortíðina en sameinast henni um leið.

Tvennir tímar, tveir heimar. Við höfum lifað tvenna tíma og búum í tveim heimum. Takist okkur að vinna úr þeim, hvíla í fangi fortíð- arinnar og faðma um leið samtímann, má segja að allt sé „í haginn búið undir mikinn saungleik,“ einsog segir í Vefaranum mikla frá Kasmír, tímamótaverki Halldórs Laxness sem hann skrifaði rétt rúmlega tvítugur í bænum Taormína á Sikiley.

Einar Már Guđmundsson

Einar Már Guðmundsson (f. 1954) hlaut bókmenntaverð laun Norðurlandaráðs árið 1995 fyrir skáldsöguna Englar alheimsins. Höfundur segir frá í 1. persónu og lýsir lífi geðsjúks manns allt frá tímanum fyrir fćðingu hans og þar til hann er látinn. Stílbrögð Einars eru dćmigerð fyrir það raunsći sem rýfur mörk veruleikans og hafa gagnrýnendur oft líkt honum við suður-ameríska rithöfunda nútímans á borð við Gabriel Garcia Marquez. Þeir vitna til þess að sá veruleiki sem íslenski sagnaþulurinn birtir okkur sé bćði afar áþreifanlegur og töfrandi.

Einar Már Guðmundsson er á meðal þekktustu og mest þýddu yngri rithöfunda Íslands. Hann hóf rithöfundaferil sinn 1980-81 með þremur ljóðabókum, en það var fyrst með skáldsögunni Riddarar hringstigans (1982) sem hann festi sig verulega í sessi. Bókin var fyrsti hluti „Reykjavíkur-þríleiks“ sem lýsir lífinu í úthverfi út frá sálrćnu, félagslegu og trúarlegu sjónarhorni. Innblástur sćkir hann til svo ólíkra fyrirmynda sem Günters Grass og Williams Heinesen.

Nýjasta stórvirki Einars Más Guðmundssonar á sviði bókmenntanna er fjölbindaverk sem enn er ólokið. Skáldsögurnar fjalla um líf fátćkrar íslenskrar fjölskyldu á 20. öld. Fyrsta bindið, Fótspor á himnum, kom út árið 1997, það nýjasta, Nafnlausir vegir, árið 2002. Allt bendir til að verkið verði í heild sinni það sem danska blaðið Politiken kallaði „norrćna menningarsögu lágstéttanna“.

Auk skáldsagnanna hefur Einar Már Guðmundsson skrifað ljóð, kvikmyndahandrit, smásögur og ritgerðir. Hann er jafnframt þekktur fyrir persónulegan upplestrarstíl.

Fjögur ljóđ

eftir Eva Ström

I
Myndin

Þessar hendur eru ekki til stórræða, segir mamma
og biður mig að sitja kyrr

Barnsfingur þína, segir mamma, barnsfingur þína
hvernig á ég að geta málað þá!

Ef þú ert sífellt á iði? Hvernig á maður að sjá
að þetta eru smáar barnshendur þínar?

Ég skoða myndina. Augnaráð mömmu. Augnaráð mitt.
Og þreyttar hálmhendur mína í kjöltunni: hringir, æðar..

II
Innri trjágöngin

Ég á innri móđur sem er í berkinum
innri móđur í innri trjágöngunum

Hana ţekkir enginn betur en ég
ţví hún er krónublađ og rósrauđ

Ég segi viđ hana: Ég hélt ţađ vćrir ţú
og hún hvíslar svariđ ađ ţađ var fagurt

Ég er međ geitarost á borđinu, epli og stjörnufífla
og bláar, xbláar dyr sem önnur okkar verđur ađ fara um.

III
Mamma segir ađ ţađ sé minning

Mamma segir ađ ţađ sé minning
og ég geti fengiđ hana

Ég get fengiđ minningu hennar
og fest hana viđ mína, hún er međ trosnađar hliđar

Hún er engin grá tuska, hún er silki
og ţú yfirgefur mig áreiđanlega ekki segir mamma

ţađ er til kraftaverk segir hún og ég segi
ađ ég skuli falda hálsklútinn svo hann verđi heill

IV
Guđ lyftir ţér ekki til sín

Hef ég skiliđ ađ ćđarsláttur ţinn, móđir?
Og hörund ţitt og hjarta ţitt?

Hef ég skiliđ ađ líkami ţinn er ég?
Og aldrei skilinn eftir og borinn í heiminn?

og hnakki ţinn í dauđateygjunum
og Guđ lyftir ţér ekki til sín

til algleymis síns heldur skilar ţér
til ţess sem er móđir ţín í ţér

og sem ţú ţráir og hrópar á
og viđ erum bjargarlaus börn ţín

Eva Ström

Ljóðin fjögur eru sérsamin fyrir „Norðurlönd hafa ýmislegt fram að fćra“.

Sćnska skáldkonan Eva Ström hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2003 fyrir ljóðabókina Revbensstäderna (Rifjaborgirnar). Eva Ström er fćdd árið 1947 á Lidingö í Stokkhólmi og býr nú í Kristianstad. Fyrsta bók skáldkonunnar, ljóðabókin

Den brinnande zeppelinaren (Loftskipið í logum), kom út árið 1977. Hún starfaði síðan sem lćknir í tvö ár en helgar sig nú ritstörfum. Eva Ström semur ljóð, skáldsögur og leikrit. Af verkum hennar má nefna Det mörka alfabetet (Stafrófið myrka), Kärleken till matematiken (Ástin á stćrðfrćðinni), Mats Ulfson og Brandenburg.

Eva Ström er jafnframt bókmenntagagnrýnandi. Í lýsingu á verkum sínum skrifar Eva Ström um sjálfa sig í þriðju persónu. „Háskinn og tilurðin, viðkvćmnin og tortímingin, angistin og fegurðin eru nokkur af stefjum hennar, rétt eins og líffrćðilegu lífsferlin (kynhvötin, frjósemin, öldrunin og dauðinn).“

Í rćðu sinni við móttöku bókmenntaverðlauna Norðurlandaráð s 2003 sagði Eva Ström: „Ég er þakklát fyrir öll þau mannlegu kynni sem ég bar úr býtum í sambandi við þessi verðlaun.“

Til einna var stofnað í Maríuhöfn á Álandseyjum. Þetta var aldraður maður sem settist á fremsta bekk þegar ég las þar úr verkum mínum. Á eftir gaf hann sig á tal við mig. – Ég barðist í stríðinu, sagði hann, ég er 82 ára og missti heyrnina á öðru eyra vegna sprengjubrots. Svo hló hann og sagði að hefði brotið lent einum mm. nćr vćri hann dauður.

Það vill oft gleymast að við Norðurlandabúar eigum okkur líka dramatíska sögu. Reynslan af stríði og hernámsárum er eldri kynslóðinni í fersku minni í sumum landanna. Norðurlandaráð og framtak þess á borð við bókmennta-, umhverfis- og tónlistarverðlaun er friðar- og samstarfsverkefni. Með opnum landamćrum og opnum huga getum við átt hlutdeild í menningu, tónlist og bókmenntum grannlanda okkar.

Ég sagði manninum í Maríuhöfn að kannski vćri það hann en ekki ég sem hefði átt að verða rithöfundur, þar sem hann lumaði á alveg sérstakri og sögulegri frásögn. Á sama hátt eru margir hér á Norðurlöndum, ekki síst innflytjendur, sem búa yfir sögunnni greyptri í eigin örlög.

Ég held að bókmenntirnar og ljóðlistin eigi rćtur sínar einmitt þar – í eigin sögu. Ég held líka að þćr byrji 1 mm. frá háskanum mikla, í vitneskjunni um að lífið er dýrmćtt og afar viðkvćmt. Við skildum það þegar Svíar misstu utanríkisráð- herra sinn, Önnu Lindh. Á móti getum við teflt kenndinni um samstöðu og samhug sem er okkur Norðurlandabúum sjálfsögð og eðlileg. Við búum yfir sameiginlegum menningararfi. Eins og gamli hermaðurinn í Maríuhöfn getum við brosað hvert við öðru, af gleði og þakklćti yfir friði og samkennd.“

Úr „Skotgrafavegi"

Eftir Kari Hotakainen

Eftir að konan hans er farin frá honum ákveður aðalpersóna skáldsögunnar, Matti, að kaupa hús. Hann gerir sér í hugarlund að það muni fćra honum aftur eiginkonuna og dótturina Sini. Meðan þau bjuggu saman í íbúð dreymdi Helenu konu hans um að hún sjálf og fjölskyldan gćtu notið sín í glćsilegu einbýlishúsi en Matti var ekki ýkja hrifinn af þeim draumi. „Gamli hermaðurinn“ á hús sem Matti vill gjarnan kaupa og hann er nýlega orðinn ekkjumaður. Nú hefur „Strákurinn“, sonur þeirra, auglýst húsið til sölu. Ólíkar persónur segja frá í skáldsöguköflunum.

. . .

Johnny Rotten er rotinn og hefur rangt fyrir sér.

„Ég veit ekki hvað ég vil, en ég veit hvernig ég get fengið það.“

Svona söng í honum þegar ég og hann vorum ungir. Og ég tók undir.

Þannig var það ekki, heldur svona: Ég veit hvað ég vil, en ekki hvernig ég get fengið það.

Í alla nótt var ég að bera saman lánstilboð bankanna. Ég reiknaði út hvernig lífið ćtti eftir að mótast af húsakaupadćminu: Snyrtilega útlítandi hús á þessu svćði kringum 1,3 milljónir, kannski 700.000 mörk fyrir eigin íbúð, afgangurinn frá bankanum til eins langs tíma og mögulegt er.

Síðasta afborgun 14. júlí 2029.

Vextir og afborganir 7.900 mörk á mánuði. Plús viðhaldskostnaður hússins. Útborguð laun eftir skatta 9.800 mörk, öll hugsanleg aukavinna meðtalin. Gróft reiknað: Þúsundkall á mánuði til að lifa af. 1000 mörk, 30 dagar, 33 mörk á dag.

Baunasúpa í dós. Grautur. Lifrarbaka á síðasta söludegi. Aldrei ný flík, ekki einu sinni frolla þótt sú gamla líti út eins og tómur strókur ofan á hvirflinum og standi á henni Samvinnubanki Suður-Tavastlands. Spaghettí með tómatsósu og meðlćtið ódýrasti túnfiskur í olíu sem fćst. Útrunnið brauð úr lágvöruverslun. Svart kaffi einu sinni á dag. Þykkara innlegg í strigaskóna fyrir veturinn. Bara vatn til aðþvo sér um hárið úr eftir skokkið eða sjampó sem maður hefur með sér í litlum bauk úr sundhöllinni. Öll föt handa Sini á flóamarkaði. Ekkert framandi krydd úr sérverslunum, engin lambasteik. Sígaretturnar vafðar og bréfið í þćr keypt í ferð til Tallinn af einhverjum vinnufélaganum. Engir farsímar á heimilinu. Engin rokkplata, ekki einu sinni notuð.

Þegar húsið er greitt að fullu yrði ég sjötíu og fjögurra, eins og pabbi núna.

Í hvern ćtti ég að hringja þennan júlídag til þess að láta vita að nú vćri allt klappað og klárt. Þá yrði Sini fjörutíu og fjögurra, gift og hefði sínu að sinna. Með hálfgerðum semingi mundi hún lyfta tólinu einhver staðar í Lojo og áreiðanlega bera einhverju við– það yngsta vćri með eyrnabólgu, það ćtti að fara að ferma það elsta – til að þurfa ekki að koma og sitja úti í garði hjá föðurmyndinni og hlusta á samhengislaust rausið í honum um góðćri og kreppu og hlutabréfavímuna út af Nokia, um árin þegar að þrengdi og hann var á miðjum aldri, maður þolir bara hreinlega ekki að hlusta á hann halda endalaust áfram þessum vaðli sínum, þið vitið ekkert um lífið, þið tókuð ekki þátt í að byggja upp það Finnland þar sem þið getið nú lifað í vellystingum praktuglega.

Sigldu bara þinn sjó, 14. júlí 2029. Ég yrði að komast yfir húsið einhvern veginn öðruvísi.

Ég samdi aðgerðaáćtlun og pantaði viðtal við bankastjórann. Ég útskýrði að ég vćri að leita að ódýru húsi handa fjölskyldunni.

„Hvar eru þau til sölu?“

„Ég finn það. Mig vantar 300.000 marka viðbótarlán.“

„Nú skulum við rćða þetta í rólegheitum.“

„Kemur ekki til mála. Það er nćstum búið að borga upp gömlu íbúðina. Fć ég þessi þrjú hundruð þúsund?“

„Jájá, það bjargast allt saman. En þið tćkjuð svolítið meira, ćttuð þið um fleira að velja.“

„Síðast á níunda áratugnum jusuð þið peningum í alla sem á vegi ykkar urðu. Er nú kannski svo komið að lćgri fjárhćðir þyki betur við hćfi? Hvenćr verður þetta komið inn á reikninginn?“

„Nú, svoleiðis, já. Eruð þið búin að finna húsið?“

„Ég finn það. Fć ég að borga það á fimmtán árum?“

„Jájá, það er í lagi. Þið eruð bćði í fastri vinnu, þú og konan þín. Eruð þið búin að setja gömlu íbúðina ykkar í sölu?“

„Ég sel hana á morgun. Hafið pappírana tilbúna. Ég kem aftur í nćstu viku. Get ég fengið að fara á salernið?“

Hann benti á dyr til vinstri.

Ég beygði mig yfir vaskinn, þvoði mér í framan og gaut hornauga til mannsins í speglinum. Ég kannaðist við drćttina. Ég fór aftur inn til bankastjórans, tók í höndina á honum og þrammaði út í vorbirtuna.

Á leiðinni heim varð ég að hvíla mig á garðbekk. Það hringsnerist allt fyrir augunum á mér. Ég leit til lofts. Skýin þutu áfram eins og á hraðspólaðri filmu. Ég lokaði augunum andartak. Þegar ég opnaði þau aftur voru skýin á sínum stað.

Rétt eftir að ég var kominn heim í tveggja herbergja íbúðina ákvað ég að selja allt innbúið líka.

Ég hringdi í ýmsar búðir, renndi augum yfir Gulu síðurnar og fór svo langt niður með verðið að nćstum allt sem metið varð til fjár var borið niður á fjórum klukkutímum. Helena hafði látið gömlu kerruna hennar Sini niður í kjallarageymslu og fyrir hana tókst mér að rýja sex hundruð mörk af alsćlli frumbyrju. Náungi um fimmtugt, með tagl, borgaði tvö hundruð fyrir stykkið af vínylplötum með sýrurokki, sem voru löðrandi í vaxblettum. Fyrir stereó-grćjurnar fékk ég bara þúsundkall. Tvenn kúrekastígvél höluðu inn hálft þriðja þúsund af því að markhópurinn var afturgreiddir uppgjafahippar í leðurvestum. Ég lét hin fötin fara líka, skyrtu fyrir tíu, buxur fyrir þrjú mörk, venjulega gönguskó fyrir hundrað. Gamla svarthvíta sjónvarpinu leit enginn við, skiptiborðið vildi ég ekki selja. Ég burðaðist niður í kjallara með sjónvarpið og fleygði því í rimlageymslu nágrannans.

Ćfingagallann skildi ég eftir, svolítið af hnífapörum og leirtaui, pott og steikarpönnu. Og tölvuna.

Fyrir alla lausamunina fékk ég samtals tólf þúsund. Ég vafði teygjusnúru fast utan um seðlabúntið og tróð því í innri vasann á ćfingagallanum mínum. Ég setti auglýsingu í blaðið um að hentug tveggja herbergja íbúð nálćgt Miðbćjargarðinum vćri til sölu á góðu verði vegna brottflutnings til útlanda.

Barnlaust par kom að skoða íbúðina.

Ég fór í stuttu máli yfir það helsta sem að húsfélaginu sneri og sagði að auðvelt vćri að komast af við nágrannana. Ég tók eftir því að parið átti ekki auðvelt með að einbeita sér og ákveða sig að mér nćrstöddum.

Ég fór út á svalir að reykja. Ég fann að höndin skalf og dćlan hamaðist.

Tók púlsinn. 145.

Ég áttaði mig á því að sálin gerir nákvćmlega það sem hana lystir við líkamann. Skynsemin gerir um það samning við líkamann að nú seljum við íbúðina og kaupum svo einbýlishús og hringjum í Helenu og segjum henni að nú sé rétti tíminn til að koma heim. Sálin rífur þann samning í tćtlur, hún kann ekki að skammast sín.

Ég teygði skjálfandi höndina í átt að öskubakkanum, drap í stubbnum og fór inn.

Parið var að mćla eitthvað í svefnherbergishorninu. Maðurinn sagði feimnislega aðþau vćru að mćla svolítið, eftir hálft ár yrðu þau orðin þrjú. Ég sat á mér og óskaði þeim til hamingju. Konan roðnaði og sagði í hrifningu sinni að íbúðin vćri alveg mátuleg fyrir fjölskyldu eins og þeirra.

Þau buðu 670.000 mörk.

Ég pressaði kaupverðið upp í 687.000 mörk, svo miklu hćrra verði skyldu þau þurfa að kaupa hamingju sína. Maðurinn sagði að þau þyrftu aðeins að hugsa sig um. Ég laug því til að annar kaupandi ćtlaði að gera boð um hádegið. Ef of langur tími fćri í vangaveltur gćti það endað með því að barnið sem þau áttu í vćndum stigi fyrstu skrefin í mun dapurlegra umhverfi.

Parið bað um að fá að minnsta kosti svolitla stund til þess að hugsa sig um áður en það gerði lokaboð.

Ég gaf þeim hálftíma. Á meðan ég beið fór ég út á blettinn þar sem rólan var. Ég virti fyrir mér húsið þar sem við höfðum átt heima í fimm ár. Á þeim tíma fćddist Sini. Nú hékk gamla góða rólan tóm. Ég minntist þess hve gaman Sini hafði þótt að róla.

Ró-laa. Ró-laa.

Margliti gallinn flaksandi, fćturnir stóðu sinn í hvora áttina, munnurinn galopinn og hún skríkti og hrópaði, ég greip í keðjurnar, dró þćr að mér og sleppti. Sini vildi fara hraðar, ég var hrćddur um að hún rynni úr sćtinu og dytti á höfuðið. Sini skellihló og vildi alltaf meira. Ég ýtti henni í rólunni í klukkutíma og þegar ég lyfti henni úr rólunni og tók hana í fangið sá ég á augunum í henni að jörðin gekk í bylgjum og andlitinu á pabba svifaði að og frá.

Ég tók viðbragð og leit á klukkuna. Ég hafði verið meira en hálftíma úti.

Ég hljóp inn.

Parið féllst á kaupverðið. Við innsigluðum kaupin með handabandi. Maðurinn kyssti konuna, ég leit undan.

Gamli hermaðurinn

Strákurinn er búinn að hringja í fasteignasölu. Þau vilja setja þetta í sölu og mig í þjónustuíbúð. Þau kippa sér upp við smámuni, þaðþarf ekki meira til en að maður hrasi tvisvar við póstkassann og dćlan fari eitthvað að hósta, þá vilja þau undir eins koma manni í umsjá annarra. Nú er Marta farin, strákurinn heldur að ég geti ekki bjargað mér á eigin spýtur. Fótbrotiðþað arna má nú skrifa á reikning bćjarins. Þeir sandbera ekki almennilega.

Ég vef sjalinu hennar Mörtu um herðarnar og sest í kartöflustíuna í kjallaranum ef þau fara að sýna þetta. Ég má þó sitja í mínum eigin kjallara, hver ćtti svo sem að koma í veg fyrir það? Ég fer ekkert af mínu eigin heimili. Forðum daga lagði ég á flótta undan Rússa bróður besta, ekki undan þeim.

Þegar ég horfði á eftir Mörtu í gröfina hugsaði ég undir eins sem svo að einn yrði ég ekki lengur í húsinu.

En svo þegar strákurinn hringdi og stakk upp á sölunni fór ég að hugsa: Flytja héðan, hvert?

Hér er allt á sínum stað. Okkur Mörtu kom saman um það þarna fjörutíu og átta að best vćri að hafa mýkri stólinn út við gluggannn, með því að sitja þar sá maður út um hann hvort einhver var að koma. Og þetta er sama borðið, búið að mála það í fjórða sinn. Og hvert herbergi hefur sína sérstöku lykt.

Í hvert sinn sem strákurinn og konan hans eru hér fara þau að þefa og þefa niðri í kjallara eins og hann sé eitthvert pestarbćli. Þau eru af myglukynslóðinni, vilja ekki hafa neinn raka. Þó hann fylgi kjöllurum. Strákurinn hafði á orði að hann ćtti að koma hingað með mćlitćki til þess að taka af allan vafa í eitt skipti fyrir öll. Ég sagði aðþað yrði ekkert mćlt í mínum kjallara, þar léti ég nefið nćgja.

Ég kćri mig ekkert um að láta þetta af hendi. Þótt strákurinn segi aðþað sé nú eða aldrei, bráðum kćri sig enginn um það. Það á að koma einhver maður frá þessari fasteignasölu, fyrst átti að senda kvenmann. Eins gott að það fórst fyrir. Ég get varla horft á kvenmann lengur, það er svo margt sem manni dettur í hug þó ekki ćtti svo að vera. Þegar maður getur heldur ekki neitt.

Í dag fer ég að gá í póstkassann og á krána. Við Reino förum og spilum póker í kassanum. Fyrir tíkall. Meðan Marta var á lífi var það bara fimmkall. Jafnvel það fór í skapið á henni. Nema einu sinni, þegar við unnum hundraðkall. Þá keypti ég tvo pakka af kaffi, hálft kíló smjör og nokkrar skinkusneiðar. Ég fór að skellihlćja þegar Marta spurði hvernig ćtti að fara aðþví að spila og hvort kassinn vćri rétt innan við dyrnar.

Þessi maður á að koma seinnipartinn, undir kvöld. Ef hann fer að hallmćla húsinu sel ég það sjálfur. Það var einu sinni einhver náungi í sjónvarpinu að tala um gömul hús og kallaði þau tímasprengjur. Og svona menn fá að lifa í landinu sem aðrir hćttu lífinu til að berjast fyrir.

Ef þessi fugl hallmćlir húsinu hendi ég honum út. Og það skal fjandakornið takast.

Strákurinn sagði aðþeir krefðust þess kannski að fram fćri ástandsskoð un. Annars þyrðu þeir ekki að taka að sér söluna.

Hér verður engin ástandsskoðun. Ég veit líklega best í hvernig ástandi húsið er. Fyrst fokreiðist maður og fer svo að rifja upp hvernig það var þegar verið var að byggja það. Hvernig allir hjálpuðust að við að steypa grunninn, meira að segja Reino var með. Þegar steypan var þornuð í sökklinum var farið að reisa grindina. Þegar einangrunin var komin í gólfin og búið að festa gólfklćðninguna, troða hefilspónunum í veggina og gluggarnir komnir á sinn stað var nćstum eins og verkinu vćri lokið. Það var sagt að við byggjum í fokheldu, en við létum okkur það í léttu rúmi liggja, þeir voru ekki margir sem klćddu strax að utan. Meira að segja reykháfurinn hefur staðið sig vel þó við vćrum nokkuð efins um það í fyrstu því ekki fékkst meiri brenndur múrsteinn en þurfti í ofnana. Ég steypti sjálfur hleðslusteina úr steinsteypu í lánuðum mótum og gaf þeim nánar gćtur meðan þeir voru að þorna. Hvert borð í þessu húsi festi ég sjálfur og rak hvern nagla og hverja bólu í pappann. Hingað kemur enginn með mćlitćki til þess að hafa í frammi einhverjar hundakúnstir niðri í kjallara.

Og ég get líka selt sjálfur ef allt ćtlar í hnút. Jafnvel stráknum hans Reinos, hann kvað vera að leita sér að húsi. Eða þessum skokkara sem kom þarna móður og másandi eitt kvöldið. Greip andann á lofti og hćldi húsinu. Spurði hvort það vćri til sölu. Það er skrítið, þetta fólk nú á dögum, veður bara inn á annarra manna lóð og vill að þeir selji. Nú vinda menn ekki lengur húfuna sína vandrćðalega milli handanna ef þeir þurfa að leita ásjár.

Konan stráksins sagði að kannski vćri ómaksins vert að taka til áður en hann kćmi, þessi maður frá fasteignasölunni. Hverju mundi það nú breyta. Ég hef ekki hreyft við neinu frá því að Marta skildi við það. Sjalið hennar er meira að segja enn þarna á stólnum. Og kápan hennar á snaganum í forstofunni. Hún var á leiðinni út í kálgarð þegar hún hneig niður á forstofugólfið þar sem hún lá. Ég reyndi að finna hvort hjartað slćgi, stakk kodda undir höfuðið á henni og hringdi á sjúkrabíl. Þeir gátu ekkert gert.

Það er ekki víst að ég fari neitt. Ég get séð um mig sjálfur. Marta náði að kenna mér það sem mestu máli skipti, rétt eins og hana grunaði að hún ćtti skammt eftir. Ég kann að sjóða fisk og kartöflur. Hvers þarfnast maður eins og ég umfram það? Gras ét ég ekki. Sćtabrauðið kaupi ég í búðinni. Strákurinn og konan hans halda að ég deyi úr hungri. Þau eru alltaf að koma með bökur og súpur, en það er svo undarlegt krydd í öllu sem þau búa til, þau halda að saltið nćgi ekki.

Ég bjarga mér líka meðþvottavélina. Marta kenndi mér líka á hana. Og á hvaða hitastig ég á að stilla, sextíu eða níutíu. Ég þvć nú svo sjaldan að það gerir sama gagn. Mörtu fannst það ekki. Strákurinn og konan hans höfðu keypt handa henni silkináttkjól. Ég þvoði hann á níutíu, það gat enginn maður lesið þetta örsmáa letur á þvottamið anum í hálsmálinu. Þvílíkt uppistand. Ég varð að gera mér upp erindi út á hlað bakdyramegin, því að ósköpin ćtluðu að ćra mig. Nú er flíkin hjá stelpunni stráksins.

Maður ćtti alls ekki að vera að hugsa um þetta allt saman, manni vöknar um augu. Ef Marta vćri nú bara komin aftur. Og allt þrasiðum hitastig í þvotti og pókerspil í spilakassa.

Já, ef svo vćri nú.

En hún er ekki hér.

Heldur þarna einhvers staðar.

En á himnum er hún ekki.

Þótt presturinn fullyrti það.

Ég vildi ekki andmćla, ekki við slíkt tćkifćri. En innst inni held ég aðþað sé ekkert himnaríki til. Og enginn guð. Ef hann vćri til, þá hefði hann komið okkur strákunum til bjargar í stórskotaliðshríðinni. Ég hrópaði einu sinni á hann, en hann svaraði aldrei, og fótur félagans kom bara fljúgandi í boga og lenti á mér. Þá vissi ég að það er ekkert þarna uppi. Þó að herpresturinn segði að Drottinn hefði viljað taka fótinn af Väänän og taka um leið Väänän allan til sín.

Marta talaði afar innilega um Guðþarna undir það síðasta. Að hann biði þarna einhvers staðar eftir henni, tćki blátt áfram á móti henni eins og gömlum kunningja. Ég hlustaði á þetta af því aðþað var Marta sem sagði það. Þegar ég heyri það af vörum annarra hlusta ég ekki.

Reyndar er mér ekkert um hugaróra gefið. Ég er ekki hrifinn af uppspuna. Verstir eru þeir sem skrifa um stríð, þeir litskreyta frásögnina, hundingjarnir þeir arna. Þetta eru litabćkur. Ef þeir skrifuðu bara um það sem við ber á vígstöðvunum yrðu það ekki þykkar bćkur. Stríðssagnahöfundar ryðja líka úr sér enn meira bulli en þeir guðfróðu.

Hvers vegna fór ég nú að tala um þetta?

Þegar Marta er hér ekki lengur til þess að grípa fram í fyrir mér reikar hugurinn þangað sem honum sýnist. Sá sem allan sinn aldur hefur verið með einhverjum öðrum vill ekki að hann fari neitt. Það getur gengið nokkra daga, þó ekki sé það gott. Ég man þegar hún var hjá systur sinni í Tavastlandi. Í þrjá daga. Mér fannst eins og hún ćtlaði aldrei að koma aftur. Það er eins og maður kunni ekki að vera einn. Unga fólkið skilur af minnsta tilefni. Það er reiðubúið að rjúka burt með sćngina. Um þetta sagði ég við strákinn, rífist þiðþá, fjandinn eigi það. Fjárinn sjálfur, öskrið þið. Þið getið þó andskotakornið reynt að hanga á roðinu! Ef maður má ekki öskra heima hjá sér, hvar þá? Jafnvel þó sama sagan endurtaki sig í fjörutíu ár. Þegar ég hélt heim úr stríðinu hugsaði ég sem svo að nú þyldi ég hvað sem að höndum bćri, ég skyldi aldrei gefast upp við neitt í miðju kafi. Auðvitað svaf Marta í eldhúsinu nokkrar vikur þegar hvað mest gekk á og ég hafðist líka við eina og eina nótt úti í skúr, annað eins ber nú við. Og tilvinnandi var það þegar haft er í huga hvernig sćttir tókust á ný.

Hvað er ég annars að rausa þetta, bráðum kemur hann, þessi maður.

Kari Hotakainen

Kari Hotakainen, sem hlaut bókmenntaverð laun Norðurlandaráðs árið 2004 fyrir „Skotgrafaveg“, hefur verið blaðamaður og unnið við auglýsingar. Hann fćddist 1957 í Bjarnaborg í Finnlandi og hefur verið búsettur í Helsingfors frá 1986. Með fyrstu bók sinni 1982 kynnti hann sig sem ljóð- skáld. Eftir hann hafa komið út fimm ljóðasöfn. Frá 1991 hefur hann einkum einbeitt sér að óbundnu máli. Fyrsta skáldsaga hans var „Buster Keaton. Elemä ja teot“ (Buster Keaton. Ćvi og verk) 1991. Kari Hotakainen gerðist rithöfundur að aðalstarfi 1996 og fékk Finlandia-verðlaunin fyrir „Skotgrafaveg“ 2002. Verk eftir hann hafa verið þýdd á þýsku, tékknesku, slóvakísku, eistnesku og ein bók á sćnsku.

Húsakaup hans sjálfs urðu kveikjan að „Skotgrafavegi“: „Einhverju sinni skoðaði ég 39 hús og hélt saman öllu efni úr öllum bćklingum sem afhentir voru. Það varð 15 sm hlaði. Öðru fremur eru það lýsingarorðin í þessum bćklingum sem eru hreinn skáldskapur, lygi, segir Hotakainen.“

Í ádeilu Hotakainens er lýst samfélagi þar sem andstćðingar tóbaksreykinga eru orðnir fasískir og einbýlishúsaeigendur virðast eyða allri orku sinni í grasflatirnar. Sjálfumglaðir neyta þeir sinna grilluðu kjúklingalćra og finnst allt ógna sér sem utan frá kemur og þeir hafa ekki kynnst áður. Matti Virtanen, aðalpersónan í skáldsögunni og hugsanlegur húskaupandi, er einóður utangarðs- og hugsjónamaður, gestur í eigin samtíð. Með sjónauka dinglandi um hálsinn fer hann í einbýlishúsa- “safarí“ eins og hann vćri á gresjunni. Nútíma smáborgarahugsunarháttur, sem er tilbreytingarlaus og ömurlegur í senn, er tekinn til skoðunar og afhjúpaður.

Š Informasjonsavdelingen, Nordisk Rĺd & Nordisk Ministerrĺd, Křbenhavn 2004